Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
   lau 16. október 2021 18:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sindri Snær: Eru verðskuldaðir sigurvegarar, því miður
Sindri í baráttu í leiknum.
Sindri í baráttu í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leikurinn var allt í lagi á köflum. Þetta var þokkalega jafn leikur til að byrja með en svo gefum við klaufalegt mark," sagði Sindri Snær Magnússon, leikmaður ÍA, eftir 3-0 tap gegn Víkingi í úrslitaleik Mjólkurbikars karla.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 Víkingur R.

„Eftir markið kaffæra þeir okkur í 20 mínútur. Síðan finnst mér við ná vopnum okkar aftur. Við endum hálfleikinn nánast ágætlega. Við fáum svo á okkur svekkjandi mark og það drepur leikinn."

„Þetta vildi ekki inn hjá okkur og svo klára þeir þetta. Þeir eru verðskuldaðir sigurvegarar, því miður."

Sindri var nokkuð sáttur með sína eigin frammistöðu. Hann segir að undirbúningurinn fyrir leik hafi verið góður.

„Þetta var hefðbundin æfingavika. Ég er ekki óánægður með uppleggið, ég var mjög ánægður með það."

Sindri var undir lokin spurður út í sína eigin framtíð, hvort hann verði áfram á Skaganum. „Ég hef ekki hugmynd. Við eigum enn eftir að tala saman."

Allt viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner