Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
   lau 16. október 2021 18:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sindri Snær: Eru verðskuldaðir sigurvegarar, því miður
Sindri í baráttu í leiknum.
Sindri í baráttu í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leikurinn var allt í lagi á köflum. Þetta var þokkalega jafn leikur til að byrja með en svo gefum við klaufalegt mark," sagði Sindri Snær Magnússon, leikmaður ÍA, eftir 3-0 tap gegn Víkingi í úrslitaleik Mjólkurbikars karla.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 Víkingur R.

„Eftir markið kaffæra þeir okkur í 20 mínútur. Síðan finnst mér við ná vopnum okkar aftur. Við endum hálfleikinn nánast ágætlega. Við fáum svo á okkur svekkjandi mark og það drepur leikinn."

„Þetta vildi ekki inn hjá okkur og svo klára þeir þetta. Þeir eru verðskuldaðir sigurvegarar, því miður."

Sindri var nokkuð sáttur með sína eigin frammistöðu. Hann segir að undirbúningurinn fyrir leik hafi verið góður.

„Þetta var hefðbundin æfingavika. Ég er ekki óánægður með uppleggið, ég var mjög ánægður með það."

Sindri var undir lokin spurður út í sína eigin framtíð, hvort hann verði áfram á Skaganum. „Ég hef ekki hugmynd. Við eigum enn eftir að tala saman."

Allt viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir
banner