Douglas Luiz gæti snúð aftur til Englands - Liverpool hefur áhuga á leikmanni Lyon - Nmecha til Man Utd?
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
Arnar Gunnlaugs: Himinn og jörð eru ekki að farast
Hákon Rafn: Bæði skotin fara í gegnum klofið á varnarmanni
Logi: Fannst þetta vera brot og þess vegna hleyp ég að honum
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
   mán 17. febrúar 2025 16:00
Elvar Geir Magnússon
Aþenu
Danijel Djuric: Kvikmynd sem var ógeðslega gaman að leika í
Danijel Djuric er farinn frá Víkingi eftir tvö og hálft ár hjá félaginu.
Danijel Djuric er farinn frá Víkingi eftir tvö og hálft ár hjá félaginu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danijel vann þrjá titla sem leikmaður Víkings.
Danijel vann þrjá titla sem leikmaður Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danijel fékk skilaboð á miðri æfingu í dag.
Danijel fékk skilaboð á miðri æfingu í dag.
Mynd: Elvar Geir Magnússon
Síðasti leikurinn með Víkingi var gegn Panathinaikos í Helsinki.
Síðasti leikurinn með Víkingi var gegn Panathinaikos í Helsinki.
Mynd: Víkingur
„Þetta er búinn að vera mjög skrítinn dagur, vaknaði við stórfréttir og æfingin var mjög tilfinningaþrungin þetta var allt eins og í einhverri sögu, mjög eftirminnilegur dagur," sergir Danijel Dejan Djuric sem var í dag seldur frá Víkingi til króatíska félagsins NK Istra.

Viðræður félaganna voru í gangi á meðan æfingu Víkings stóð og var Danijel dreginn til hliðar á miðri æfingu, væntanlega þegar salan var gengin í gegn og honum tilkynnt um framvindu mála. Í kjölfarið kláraði hann svo æfinguna.

Í kvöld lokar félagaskiptaglugganum í Króatíu svo að menn þurftu að hafa hraðar hendur til þess að skiptin gætu gengið í gegn, og Danijel er kominn með félagaskipti til Króatíu.

„Það var ekkert annað í boði en að stökkva á þetta, mér finnst þetta mjög spennandi skipti og er mjög spenntur fyrir þessu. Mig langar á sama tíma að segja takk við Víking. Þetta eru gæjar sem eru ógeðslega góðir og góðhjartaðir. Þeir tóku mér eins og ég var, bæði mér sem persónu og allt sem mér fylgdi. Þeir hafa alltaf verið skilningríkir. Frá dýpstu hjartarótum: Takk fyrir Víkingur."

„Þetta var smá í pípunum en kom fyrri alvöru núna. Glugginn var að lokast núna og ég stökk bara á þetta."

„Fótboltinn er svo skrítinn, maður heldur að maður sé einhvers staðar en svo er maður farinn eitthvert annað. Boltinn er bara á milljón, þetta er mjög sérstakt. En þetta er góð saga, síðasta æfingin í Grikklandi, æfing fyrir leikinn gegn Panathinaikos og ég held að strákarnir munu alltaf vinna þetta."


Fullkomin blanda
Danijel fer seinna í dag frá Aþenu, nær í sínar eigur til Íslands og heldur svo til Króatíu. „Ég fæ að taka eitt spilakvöld og síðan fer ég."

„Mér líst mjög vel á króatísku deildina, hún hentar mér vel og það sem ég heyri er að Istra spilar mjög góðan fótbolta. Deildin er mjög góð og liðið er mjög gott. Ég er bara mjög, mjög spenntur fyrir þessu. Þetta er gott stökk. Ég þekki kúltúrinn og kann tungumálið, perfect match finnst mér,"
segir Danijel sem á serbneskan föður og búlgarska móður.

„Ég vona að ég ná bara að halda áfram, þetta er smá breyting sem ég er mjög spenntur fyrir. Þetta er mjög góð deild, tíu lið þannig það er alltaf verið að berjast um eitthvað. Það eru fleiri áhorfendur, stærri vellir, eitthvað sem mig hefur klæjað í frá því ég var lítill."

„Það verður gaman að hitta Loga Hrafn þarna. Ég tékkaði aðeins á þessu, þetta er við ströndina. Ég fæ að fara úr frostinu á Íslandi og á ströndina, ég kvarta ekki."


Missir af seinni leiknum
„Auðvitað (hefði ég viljað vera hjá Víkingi fram yfir leikinn) en maður fær ekki allt í þessu lífi. Maður tekur því sem kemur upp. Leikurinn sem er framundan er stærsti leikur íslensks liðs. Ég trúi ekki öðru en að Víkingur vinni, við erum það sterkir og með það góðan þjálfara á bakvið þetta. Ég held að strákarnir fari ennþá lengra, ég hef fulla trú á liðinu og þjálfarateyminu. Toppmenn."

Mest gaman að vera sá umdeildi
„Markið gegn Lech Poznan og titlarnir þrír. Síðan er bara allt show-ið á bakvið þetta, mér fannst alltaf gaman að fara á völlinn og spila. Hápunkturinn er eiginlega bara allir leikirnir. Þetta var bara eins og í bíói, kvikmynd sem mér fannst ógeðslega gaman að leika í."

„Það er hægt að segja að ég hafi verið umdeildur. Það er mest gaman að vera sá umdeildi."


Arnar kann númerið
Vonast Danijel til þess að þetta færi hann nær landsliðs-radarnum hjá Arnari Gunnlaugssyni?

„Arnar veit alveg hvað númerið mitt er. Ég verð alltaf opinn fyrir því þegar kallið kemur. Að vinna með honum yrði draumur sem ég myndi elska að endurlifa. Það verður kveikt á símanum allan tímann," segir Danijel.
Athugasemdir
banner
banner
banner