Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
   mán 17. mars 2025 16:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Örlítill möguleiki á því að 11. sætið í úrvalsdeildinni verði Evrópusæti
Wissa og Mbeumo hafa verið mjög öflugir með Brentford í vetur. Liðið situr sem stendur í 11. sæti úrvalsdeildinnar.
Wissa og Mbeumo hafa verið mjög öflugir með Brentford í vetur. Liðið situr sem stendur í 11. sæti úrvalsdeildinnar.
Mynd: EPA
Það er möguleiki, þó langsóttur sé, að 11. sætið í ensku úrvalsdeildinni gefi Evrópusæti, sæti í forkeppni Sambandsdeildarinnar, á næsta tímabili.

Til þess að það gerist þarf margt að gerast, en það er nánast orðið pottþétt að efstu fimm sætin í deildinni gefi Meistaradeildarsæti. En svona er dæmi um hvernig 11. sætið gæti fengið Evrópusæti á næsta tímabili:

Liverpool, Arsenal, Nottingham Forest og Manchester City fara í Meistaradeildina sem efstu fjögur liðin, Newcastle endar í 5. sæti og fer því sem aukalið í Meistaradeildina. Brighton endar í 6. sæti og fer í Evrópudeildina.

Bournemouth endar í 7. sæti úrvalsdeildarinnar en fer í Evrópudeildina með því að vinna enska bikarinn en liðið er þar komið í 8-liða úrslit.

Chelsea endar í 8. sæti en fer í Evrópudeildina með því að vinna Sambandsdeildina.

Aston Villa endar svo í 9. sæti en kemst í Meistaradeildina með því að vinna þá keppni. Villa er komið í 8-liða úrslit keppninnar.

Man Utd eða Tottenham endar í 10. sæti. Liðið sem nær 10. sæti vinnur Evrópudeildina og vinnur sér með því sæti í Meistaradeildinni.

Þá er eftir eitt laust sæti í forkeppni Sambandsdeildarinnar, en Newcastle tryggði sér það sæti með því að vinna deildabikarinn í gær. Þar sem Newcastle, í þessari uppsetningu, endar í Meistaradeildarsæti, þá færist Sambandsdeildarsætið á deildarkeppnina í úrvalsdeildinni og þar sem efstu tíu liðin út frá þessar uppsetningu eru þegar með Evrópusæti þá fær 11. sætið sæti í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Brentford er sem stendur í 11. sæti. Bæði Tottenham og Man Utd eru þar fyrir neðan.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
14 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
15 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner