Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   mán 17. maí 2021 21:37
Sverrir Örn Einarsson
Ásgeir: Einhver ára yfir þessu hjá okkur
Ásgeir Sigurgeirsson
Ásgeir Sigurgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mjög sterkt. Þetta er mjög erfiður útivöllur til að koma á. Þetta eru leikirnir sem við höfum undanfarin ár verið að klúðra en við erum að klára þessa leiki núna og það skiptir öllu máli,“ sagði Ásgeir Sigurgeirsson tveggja marka maður í 4-1 sigri KA á Keflavík á HS-Orkuvellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  4 KA

Hallgrímur Jónasson aðstoðarþjálfari KA talaði um í viðtali sem tekið var skömmu áður en fréttaritari ræddi við Ásgeir að helsti munurinn á liði KA í dag miðað við í fyrra væri sá að liðið hefði mun meiri liðsheild en áður.

„Ég er hjartanlega sammála. Það er hrikalega góð stemming í hópnum og einhver ára yfir þessu hjá okkur og bara hárrétt hjá honum við erum meira lið. En við þurfum að sýna þetta í meira en fyrstu fjórum leikjunum. Þetta er langt mót og við þurfum að halda þessu áfram.“

Næsti leikur KA er sannkallaður toppslagur gegn Víkingum ef staða liðanna í deildinni er skoðuð, Hvernig leggst sá leikur í Ásgeir sem að öllum líkindum fer fram á Dalvík fremur en Greifavellinum sem hefur átt betri daga.

„Mjög spenntur. Það er gott að fá þennan leik núna og mæta þeim á alvöru velli. Greifavöllurinn er samt heimavöllurinn okkar og hann hefur verið að gefa okkur mikið af stigum undanfarin ár þannig að við verðum að virða hann líka. “

Sagði Ásgeir en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner