Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
banner
   mán 17. maí 2021 21:37
Sverrir Örn Einarsson
Ásgeir: Einhver ára yfir þessu hjá okkur
Ásgeir Sigurgeirsson
Ásgeir Sigurgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mjög sterkt. Þetta er mjög erfiður útivöllur til að koma á. Þetta eru leikirnir sem við höfum undanfarin ár verið að klúðra en við erum að klára þessa leiki núna og það skiptir öllu máli,“ sagði Ásgeir Sigurgeirsson tveggja marka maður í 4-1 sigri KA á Keflavík á HS-Orkuvellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  4 KA

Hallgrímur Jónasson aðstoðarþjálfari KA talaði um í viðtali sem tekið var skömmu áður en fréttaritari ræddi við Ásgeir að helsti munurinn á liði KA í dag miðað við í fyrra væri sá að liðið hefði mun meiri liðsheild en áður.

„Ég er hjartanlega sammála. Það er hrikalega góð stemming í hópnum og einhver ára yfir þessu hjá okkur og bara hárrétt hjá honum við erum meira lið. En við þurfum að sýna þetta í meira en fyrstu fjórum leikjunum. Þetta er langt mót og við þurfum að halda þessu áfram.“

Næsti leikur KA er sannkallaður toppslagur gegn Víkingum ef staða liðanna í deildinni er skoðuð, Hvernig leggst sá leikur í Ásgeir sem að öllum líkindum fer fram á Dalvík fremur en Greifavellinum sem hefur átt betri daga.

„Mjög spenntur. Það er gott að fá þennan leik núna og mæta þeim á alvöru velli. Greifavöllurinn er samt heimavöllurinn okkar og hann hefur verið að gefa okkur mikið af stigum undanfarin ár þannig að við verðum að virða hann líka. “

Sagði Ásgeir en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner