Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
   mán 17. maí 2021 21:37
Sverrir Örn Einarsson
Ásgeir: Einhver ára yfir þessu hjá okkur
Ásgeir Sigurgeirsson
Ásgeir Sigurgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mjög sterkt. Þetta er mjög erfiður útivöllur til að koma á. Þetta eru leikirnir sem við höfum undanfarin ár verið að klúðra en við erum að klára þessa leiki núna og það skiptir öllu máli,“ sagði Ásgeir Sigurgeirsson tveggja marka maður í 4-1 sigri KA á Keflavík á HS-Orkuvellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  4 KA

Hallgrímur Jónasson aðstoðarþjálfari KA talaði um í viðtali sem tekið var skömmu áður en fréttaritari ræddi við Ásgeir að helsti munurinn á liði KA í dag miðað við í fyrra væri sá að liðið hefði mun meiri liðsheild en áður.

„Ég er hjartanlega sammála. Það er hrikalega góð stemming í hópnum og einhver ára yfir þessu hjá okkur og bara hárrétt hjá honum við erum meira lið. En við þurfum að sýna þetta í meira en fyrstu fjórum leikjunum. Þetta er langt mót og við þurfum að halda þessu áfram.“

Næsti leikur KA er sannkallaður toppslagur gegn Víkingum ef staða liðanna í deildinni er skoðuð, Hvernig leggst sá leikur í Ásgeir sem að öllum líkindum fer fram á Dalvík fremur en Greifavellinum sem hefur átt betri daga.

„Mjög spenntur. Það er gott að fá þennan leik núna og mæta þeim á alvöru velli. Greifavöllurinn er samt heimavöllurinn okkar og hann hefur verið að gefa okkur mikið af stigum undanfarin ár þannig að við verðum að virða hann líka. “

Sagði Ásgeir en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner