Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   mán 17. maí 2021 21:56
Baldvin Már Borgarsson
Heimir Guðjóns: Markið kostaði mig 25 þúsund kall
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson, þjálfar Vals var kampakátur eftir sigur sinna manna gegn KR á Meistaravöllum.

Valsarar mættu í Vesturbæinn og unnu 3-2 sigur á heimamönnum, Valur skellir sér upp í 10 stig á topp deildarinnar ásamt Víking, KA og FH eftir sigur kvöldsins en KR-ingar eru með 4 stig um miðja deild.

Lestu um leikinn: KR 2 -  3 Valur

„Ég held við getum verið sáttir við þessu þrjú stig, KR-ingarnir voru mjög öflugir í fyrri hálfleik og töluvert betri en við í 35 mínútur, unnu öll návígi, seinni bolta og við náðum ekki að loka á fyrirgjafirnar þeirra.''

„En svo skora Sebe frábært mark eftir hornspyrnu, það kostaði mig 25 þúsund kall, en ég tek það á kassann, það hjálpaði okkur mikið inn í seinni hálfleikinn.''

Afhverju skuldar Heimir 25 þúsund krónur fyrir markið hjá Hedlund?

„Það er mitt að vita og þitt að komast að.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar fer Heimir um víðan völl, meðal annars nánar í leikinn, fjarveru Arnór og Tryggva og fleira.
Athugasemdir
banner