Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 17. maí 2021 14:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ole: Mata ræður sinni framtíð
Juan Manuel Mata Garcia
Juan Manuel Mata Garcia
Mynd: Getty Images
Samningur Juan Mata við Manchester United rennur út eftir tímabilið. Sá spænski hefur verið hjá United í sjö ár en hann kom til félagsins í janúar árið 2014.

Mata varð 33 ára í síðasta mánuði og hefur hann leikið 188 deildarleiki fyrir United á árunum sjö og skorað 33 mörk. Á leiktíðinni hefur hann einungis komið við sögu í sextán leikjum í öllum keppnum og skorað tvö mörk.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, ræddi framtíð Mata á blaðamannafundi í dag.

„Ég hef rætt við Mata og við munum ræða saman aftur mjög fljótlega. Auðvitað hefði hann viljað spila meira á leiktíðinni og við munum ræða framtíðina við hann," sagði Solskjær.

„Mata ræður sinni framtíð, hann hefur verið frábær þjónn fyrir félagið. Það er alltaf erfitt að skilja góða leikmenn eftir utan liðsins. Þetta snýst núna um hvað hann vill með sinn feril. Vill hann fara annað eða klára ferilinn hér? Við höfum ekki tekið lokaákvörðun á þessum tímapunkti," bætti Solskjær við.

Manchester United mætir Fulham í næstsíðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun. Eftir er svo leikur gegn Wolves næsta sunnudag og úrslitaleikur Evrópudeildarinnar miðvikudaginn þar á eftir.
Athugasemdir
banner