Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   mán 17. maí 2021 22:05
Baldvin Már Borgarsson
Rúnar Kristins: Þeir áttu ekki skot á markið okkar í fyrri hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson var eðlilega svekktur með niðurstöðuna í 3-2 tapi sinna manna gegn Val fyrr í kvöld. Leikið var á Meistaravöllum, heimavelli KR og þar hafa þeir enn ekki fengið stig þetta tímabilið.

Spilamennska KR var góð í leiknum og því var Rúnar súr að fá ekkert út úr leiknum.

Lestu um leikinn: KR 2 -  3 Valur

„Það er alltaf mjög fúlt að tapa fótboltaleikjum, sérstaklega þegar að þú spilar nokkuð góðan leik og telur þig vera ánægðan með framlag leikmanna þinna.''

„Þeir lögðu á sig gríðarlega vinnu, vörðust vel, töpuðum 3-2 en eigum þvílík dauðafæri í síðari hálfleik til að jafna. Ég er mest fúll yfir því að við höfum hleypt þeim inn í leikinn í lok síðari hálfleiks.''

KR-ingar byrjuðu leikinn vel og voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, en féllu KR-ingar ekki aðeins of djúpt eftir að hafa komist yfir sem orsakaði markið sem Valsarar skoruðu undir lok hálfleiksins?

„Okkur líður vel þannig, Valsmenn áttu held ég ekki skot að markinu okkar í fyrri hálfleik og áttu ekki margar fyrirgjafir, allavega ekkert hættulegt sem við þurftum að hafa áhyggjur af, en þeir skora úr þessari hornspyrnu sem þeir fá og þeir skoruðu gott mark sem var súrt, við erum búnir að vera að fá á okkur nokkur mörk núna úr föstum leikatriðum bæði núna, síðast á móti Fylki og svo á móti KA á heimavelli svo við þurfum bara að laga þessa hluti.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Rúnar betur um leikinn, Kjartan Henry og fleira.
Athugasemdir
banner