Þorvaldur Örlygsson, þjálfari HK var sáttur við ansi margt eftir 1-0 baráttu sigur gegn Gróttu í dag.
Viktor Unnar Illugason skoraði eina mark leiksins með góðu skoti.
Viktor Unnar Illugason skoraði eina mark leiksins með góðu skoti.
Lestu um leikinn: HK 1 - 0 Grótta
„Við erum ánægðir með þrjú stig það hefur ekki dottið með okkur í síðustu leikjum, nú héldum við hreinu og skorum gott mark."
„Við héldum boltanum vel, við vorum sáttir með ansi margt í dag. Spilamennskan var allt í lagi, við höfum ekki spilað illa í síðustu leikjum þótt þeir hafi tapast."
HK tapaði síðasta leik gegn Haukum en Þorvaldur segir liðið hafa skapað meira í þeim leik en í leiknum í dag.
„Í síðasta leik fengum við töluvert fleiri færi en í dag."
Athugasemdir






















