Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 17. ágúst 2019 10:39
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Arsenal og Burnley: Ceballos og David Luiz byrja
Mynd: Getty Images
Arsenal tekur á móti Burnley í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Liðin mætast í annarri umferð eftir að hafa bæði unnið í fyrstu umferð.

Unai Emery gerir nokkrar breytingar á liðinu sem vann Newcastle. Dani Ceballos, Alexandre Lacazette og David Luiz koma inn í byrjunarliðið fyrir Henrikh Mkhitaryan, Granit Xhaka og Calum Chambers.

Sean Dyche gerir hins vegar enga breytingu á byrjunarliðinu sem vann 3-0 gegn Southampton um síðustu helgi. Jóhann Berg Guðmundsson skoraði í þeim leik og byrjar aftur í dag.

Arsenal hefur unnið síðustu tíu innbyrðisviðureignirnar gegn Burnley. Liðin gerðu 1-1 jafntefli 2009 og hafði Burnley betur í deildabikarnum 2008.

Arsenal: Leno, Maitland-Niles, Luiz, Sokratis, Monreal, Guendouzi, Nelson, Willock, Ceballos, Lacazette, Aubameyang
Varamenn: Martinez, Mkhitaryan, Torreira, Pepe, Chambers, Kolasinac, Martinelli

Burnley: Pope, Lowton, Tarkowski, Mee, Pieters, Cork, Westwood, Gudmundsson, McNeil, Wood, Barnes
Varamenn: Hart, Taylor, Hendrick, Gibson, Rodriguez, Lennon, Bardsley
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner