Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 17. september 2021 23:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór sló á létta strengi: Allt kemur þetta frá afa gamla
Icelandair
Andri Lucas á landsliðsæfingu, Eiður Smári fylgist með.
Andri Lucas á landsliðsæfingu, Eiður Smári fylgist með.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Guðjohnsen og sonurinn, Arnór Borg Guðjohnsen.
Arnór Guðjohnsen og sonurinn, Arnór Borg Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Andri Lucas Guðjohnsen vakti athygli fyrr í þessum mánuði þegar hann spilaði sína fyrstu A-landsleiki á ferlinum. Hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark þegar hann jafnaði í 2-2 undir lok leiksins gegn Norður-Makedóníu.

Afi Andra er Arnór Guðjohnsen, einn allra besti knattspyrnumaður Íslandssögunnar. Andri er nítján ára sóknarmaður sem er á mála hjá Real Madrid.

Fótbolti.net ræddi við Arnór í dag og spurði hann út í Andra Lucas. Viðtalið í heild má sjá hér neðst í fréttinni.

Hvernig var að sjá Andra Lucas koma inn í A-landsliðið og sjá hann svo skora?

„Það var frábært, ekki síst vegna hans meiðslasögu. Hann sleit krossband fyrir rúmu ári og er búinn að vera ár í burtu."

„Hann er rétt að komast á lappir, þannig lagað, kemur inn á í leikjum hér og þar."

„Í þessum landsleikjum koma hans gæði og geta í ljós og allt kemur þetta frá afa gamla,"
sagði Arnór og hló.

Ertu stoltur af stráknum? „Já, ég er stoltur af þeim öllum, þeir eru svo flottir. Þeir lifa fyrir fótboltann og þannig hefur þetta alltaf verið," sagði Arnór að lokum.
Arnór Guðjohnsen: Auðvitað segi ég mitt álit
Athugasemdir
banner
banner
banner