Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 17. október 2020 13:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Jafnt á Goodison - VAR dæmdi mark af Liverpool í uppbótartíma
Eftir tæklingu Richarlison.
Eftir tæklingu Richarlison.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Everton 2 - 2 Liverpool
0-1 Sadio Mane ('3 )
1-1 Michael Keane ('19 )
1-2 Mohamed Salah ('72 )
2-2 Dominic Calvert-Lewin ('81 )
Rautt spjald: Richarlison, Everton ('90)

Everton og Liverpool mættust í opnunarleik fimmtu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í hádegsleik dagsins, Bítlaborgarslagur.

Livepool kom inn í leikinn eftir 7-2 tap gegn Aston Villa í síðustu umferð á meðan Everton var með fullt hús stiga. Everton hafði ekki unnið granna sína í tíu ár.

Liverpool komst í tvígang yfir í leiknum. Fyrsta markið skoraði Sadio Mane og það annað gerði Mo Salah. Mark Salah var hans 100. fyrir félagið og er hann þriðji fljótasti leikmaður í sögu félagsins til að ná þeim fjölda.

Eftir markið hjá Mane var Jordan Pickford stálheppinn að fá ekki á sig víti og rautt spjald fyrir að tækla Virgil van Dijk inn á vítateig. Van Dijk var rangstæður og því var ekki hægt að dæma víti.

Everton náði að svara í tvígang. Fyrra markið skoraði Michael Keane með skalla eftir hornspyrnu í fyrri hálfleik og Dominic Calvert-Lewin skoraði einnig skallamark þegar hann jafnaði leikinn í seinni hálfleik. Sjóðandi heitur í upphafi leiktíðar hann Dominic, sjö mörk í fimm deildarleikjum.

Á 88. mínútu fór Richarlison í hörkutæklingu og fór illa í Thiago Alcantara. Michael Oliver, dómari leiksins, gaf Richarlison rauða spjaldið fyrir tæklinguna.

Jordan Henderson virtist vera að tryggja Liverpool sigurinn á 92. mínútu en VAR dæmdi rangstöðu í aðragandanum, millimetraspursmál. Boltinn fór ekki aftur í netið í leiknum og því jafntefli niðurstaðan.

Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður hjá Everton í kjölfarið á marki Salah og lék síðustu tuttugu mínúturnar eða svo.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner