sun 17. október 2021 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alexandra vann Íslendingaslaginn - Bodö/Glimt óstöðvandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingar voru í eldlínunni í evrópuboltanum í dag.

Það var Íslendingaslagur í þýska kvennaboltanum er Frankfurt tók á móti Bayern Munchen. Bayern var á toppnum fyrir leikinn þremur stigum á undan Frakfurt.

Frankfurt komst yfir eftir tæplega 70 mínútna leik en Bayern komst yfir með tveimur mörkum þegar innan við 10 mínútur voru eftir af leiknum. Frankfurt gafst ekki upp og komst aftur yfir með tveimur mörkum undir lok leiksins.

Glódís Perla Viggósdóttir var í byrjunarliði Bayern og Alexandra Jóhannsdóttir var í byrjunarliði Frankfurt. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var ekki í hóp Bayern.

Í Lettlandi fékk Axel Andrésson að líta rauða spjaldið í 1-1 jafntefli Riga gegn Metta/LU. Berglind Ágústsdóttir lék allan leikinn fyrir Orebro í 2-1 sigri gegn Eskilstuna.

Það voru fjórir leikir í Noregi. Þrír í efstu deild en topplið Bodo/Glimt vann Sarpsborg 2-1. Alfons Sampsted spilaði allan leikinn. Viðar Ari Jónsson lék allan leikinn í markalausu jafntefli Sandefjord gegn Odd. Valdimar Ingimundarson lék rúmlega hálftíma í 1-0 tapi Sromsgodset gegn Viking.

Í næst efstu deild er Álasund í mikilli baráttu um sæti í efstu deild. Liðið vann 3-0 sigur á Sogndal. Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn fyrir Álasund. Sogndal er í baráttu um umspilssæti í efstu deild en Emil Pálsson var í byrjunarliðinu.

Bjarni Mark Antonsson spilaði síðari hálfleikinn í 3-2 sigri Brage á Norrby í næst efstu deildinni í Svíþjóð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner