Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. júní 2019 15:30
Arnar Daði Arnarsson
Gulli Gull: Verðum að leita ein­hverra ráða
Gunnleifur Gunnleifsson.
Gunnleifur Gunnleifsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Markvörður og fyrirliði Breiðabliks, Gunnleifur Gunnleifsson segir það mikla tilhlökkun að fara til Liechten­stein og mæta þar Vaduz í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

Gulli Gull og Guðmundur Steinarsson aðstoðarþjálfari Breiðabliks léku með Vaduz eitt tímabil fyrir tíu árum.

„Við Gummi eig­um góðar minn­ing­ar frá okk­ar tíma þarna og þetta er bara mik­il eft­ir­vænt­ing. Okk­ur leið mjög vel þarna, það var frá­bært að vera þó liðinu hafi ekki gengið nógu vel. En þetta var meiri­hátt­ar góður tími þarna fyr­ir fjöl­skyld­una. Ég á fullt af kunn­ingj­um þarna," sagði Gunn­leif­ur í samtali við Mbl.is .

Þar er hann spurður að því hvort hann þekki eitthvað til félagsins í dag.

„Maður fylg­ist aðeins með þeim bara en þekk­ir ekk­ert af leikmönn­un­um. Það eru ein­hverj­ir landsliðsmenn Liechten­stein þarna, svo maður veit ekki hvort eigi að þora að afla sér upp­lýs­inga í gegn­um Helga Kolviðsson sem er landsliðsþjálf­ar­inn þeirra núna. Við verðum að leita ein­hverra ráða með það," sagði Gulli við Morgunblaðið.

Hægt er að lesa viðtalið við Gulla í heild sinni hér.

Athugasemdir
banner
banner