Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 18. júní 2021 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Með mikil gæði og getur skapað færi upp úr engu"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Andri Tryggvason skoraði sitt fyrsta mark fyrir Val á miðvikudagskvöld. Birkir Heimisson átti skot fyrir utan teig sem fóri í stöngina og var Andri réttur maður á réttum stað í teignum og skoraði.

Birkir ræddi við Fótbolta.net í dag og var spurður út í Guðmund Andra.

Fínt að gefa 'assistið' á hann
Varstu svekktur að sjá ekki boltann fljúga í netið?

„Nei, það er fínt að gefa assistið (stoðsendinguna) á hann. Ég hitti boltann vel og fann það strax að boltinn var að fara á markið. Svo sé ég hann fara í stöngina og að Guðmundur Andri var klár í teignum," sagði Birkir.

Mjög sterkt að fá Andra inn hópinn
Hvernig er að fá Andra inn í hópinn, hann er á svipuðum aldri á þú. Tengið þið vel saman?

„Það er rétt, ég er nær honum í aldri heldur en mörgum öðrum í liðinu. Mér finnst mjög jákvætt að hann sé kominn inn í hópinn. Hann bætir breiddina, er með mikil gæði og getur skapað færi upp úr engu. Það var mjög sterkt að fá hann inn í þetta," sagði Birkir.

Sjá einnig:
Birkir gerði Blikum lífið leitt - Vonast eftir fleiri byrjunarliðsleikjum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner