Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   fös 18. júlí 2014 22:59
Matthías Freyr Matthíasson
Gunni Guðmunds: Ingi Rafn á þetta til
Gunnar ásamt aðstoðarmanni sínum á hliðarlínnni í kvöld.
Gunnar ásamt aðstoðarmanni sínum á hliðarlínnni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var kampakátur þjálfari Selfyssinga, Gunnar Guðmundsson sem mætti í viðtal við Fótbolta.net eftir sigur sinna manna á ÍA í kvöld.

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  0 ÍA

,,Að sjálfsögðu er ég sáttur, þetta var gríðarlega mikilvægur sigur því við erum búnir að sogast niður í fallbaráttuna og þurftum nauðsynlega á þremur stigum að halda í dag og frábær barátta skóp þennan sigur.

Já þetta var furðulegt mark. Ingi á þetta til, glæsilegt mark. Hann á það til að skjóta úr óvæntum stöðum og þetta var glæsilegt mark hjá honum.

Við höfum spilað fínan varnaleik fram að þessu og fengið lítið af mörkum á okkur og þar af leiðandi dugar eitt mark oft á tíðum þá. En okkur vantar að vera duglegir við að nýta færin sem við fáum og það er það sem við þurfum að vinna í. Ef við höldum okkar varnarleik áfram og förum að nýta færin sem við fáum að þá er ég vongóður um framhaldið.

Ég er gríðarlega sáttur við framlag ungu strákana í hópnum, þeir eru virkilega að leggja sig fram og gefa sig í þetta í hverjum einasta leik. Auðvitað vantar ennþá töluverða reynslu og við finnum alveg fyrir því.

Við erum að skoða það núna að bæta reynslu við hópinn. Okkur gengur erfiðlega að skora og erum að skoða þau mál og síðan missum við tvo leikmenn út til Bandaríkjanna og við þurfum að fylla í þau skörð. Ég geri ráð fyrir því að við séum að fá til okkar allavegna þrjá leikmenn í glugganum."


Nánar er rætt við Gunnar í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner