Það var kampakátur þjálfari Selfyssinga, Gunnar Guðmundsson sem mætti í viðtal við Fótbolta.net eftir sigur sinna manna á ÍA í kvöld.
Lestu um leikinn: Selfoss 1 - 0 ÍA
,,Að sjálfsögðu er ég sáttur, þetta var gríðarlega mikilvægur sigur því við erum búnir að sogast niður í fallbaráttuna og þurftum nauðsynlega á þremur stigum að halda í dag og frábær barátta skóp þennan sigur.
Já þetta var furðulegt mark. Ingi á þetta til, glæsilegt mark. Hann á það til að skjóta úr óvæntum stöðum og þetta var glæsilegt mark hjá honum.
Við höfum spilað fínan varnaleik fram að þessu og fengið lítið af mörkum á okkur og þar af leiðandi dugar eitt mark oft á tíðum þá. En okkur vantar að vera duglegir við að nýta færin sem við fáum og það er það sem við þurfum að vinna í. Ef við höldum okkar varnarleik áfram og förum að nýta færin sem við fáum að þá er ég vongóður um framhaldið.
Ég er gríðarlega sáttur við framlag ungu strákana í hópnum, þeir eru virkilega að leggja sig fram og gefa sig í þetta í hverjum einasta leik. Auðvitað vantar ennþá töluverða reynslu og við finnum alveg fyrir því.
Við erum að skoða það núna að bæta reynslu við hópinn. Okkur gengur erfiðlega að skora og erum að skoða þau mál og síðan missum við tvo leikmenn út til Bandaríkjanna og við þurfum að fylla í þau skörð. Ég geri ráð fyrir því að við séum að fá til okkar allavegna þrjá leikmenn í glugganum."
Nánar er rætt við Gunnar í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir























