Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   lau 18. september 2021 17:19
Sverrir Örn Einarsson
Bjössi Hreiðars: Ég verð á einhverjum góðum stað
Lengjudeildin
Sigurbjörn Hreiðarsson fráfarandi þjálfari Grindavíkur
Sigurbjörn Hreiðarsson fráfarandi þjálfari Grindavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta voru ótrúlega erfiðar aðstæður í dag. Við byrjuðum á móti þessu, rennblautur völlur og brjáluðu roki og fengum á okkur mörk og þeir gengu á lagið með aðstæðum.“
Voru fyrstu orð Sigurbjörns Hreiðarssonar fráfarandi þjálfara Grindvíkur sem stýrði liðinu í síðasta sinn í dag er liðið beið lægri hlut fyrir Víkingum frá Ólafsvík 4-2 í Grindavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  4 Víkingur Ó.

Sigurbjörn sem hefur stýrt liðinu undanfarin tvö ár kveður í dag eins og áður segir. Hann fór aðeins yfir tíma sinn með Grindavík í viðtalinu.

„Við byrjum ekkert sérstaklega í fyrra en við áttum þrjá leiki eftir á meðan önnur lið áttu tvo og við hefðum getað farið yfir 40 stigin þá. Við áttum eftir að spila við Keflavík og Leikni sem fóru upp og við vorum í miklum gír þannig að tímabilið í fyrra var fínt tímabil. Fyrsti þriðjungur í ár var góður en auðvitað eru þetta vonbrigði. Ég er í þessu til að vinna og við ætluðum okkur hluti en það er bara hægara sagt en gert að fara upp úr deildinni. Það er orðið gríðarlega erfitt og það þarf allt að ganga upp hjá þér ef þú ætlar upp. “

Fréttaritari hefur átt mörg góð samtöl við Sigurbjörn á síðustu árum og nýtti lokaandartök viðtalsins í að þakka Sigurbirni og koma því á framfæri að hann vonaðist eftir því að Sigurbjörn yrði mættur aftur á hliðarlínunna sem fyrst.

„Það er búið að vera gaman að spjalla við þig í sumar. En maður er ekkert hættur. Þetta er bara skref á ferlinum og menn þjálfa á ýmsum stöðum og ýmsa klúbba og lífið heldur áfram. Það verður spilaður fótbolti í Grindavík þó ég hætti. Ég verð á einhverjum góðum stað það er pottþétt mál.“

Sagði Sigurbjörn en sjö mínútna viðtal við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner