Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   lau 18. september 2021 17:19
Sverrir Örn Einarsson
Bjössi Hreiðars: Ég verð á einhverjum góðum stað
Lengjudeildin
Sigurbjörn Hreiðarsson fráfarandi þjálfari Grindavíkur
Sigurbjörn Hreiðarsson fráfarandi þjálfari Grindavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta voru ótrúlega erfiðar aðstæður í dag. Við byrjuðum á móti þessu, rennblautur völlur og brjáluðu roki og fengum á okkur mörk og þeir gengu á lagið með aðstæðum.“
Voru fyrstu orð Sigurbjörns Hreiðarssonar fráfarandi þjálfara Grindvíkur sem stýrði liðinu í síðasta sinn í dag er liðið beið lægri hlut fyrir Víkingum frá Ólafsvík 4-2 í Grindavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  4 Víkingur Ó.

Sigurbjörn sem hefur stýrt liðinu undanfarin tvö ár kveður í dag eins og áður segir. Hann fór aðeins yfir tíma sinn með Grindavík í viðtalinu.

„Við byrjum ekkert sérstaklega í fyrra en við áttum þrjá leiki eftir á meðan önnur lið áttu tvo og við hefðum getað farið yfir 40 stigin þá. Við áttum eftir að spila við Keflavík og Leikni sem fóru upp og við vorum í miklum gír þannig að tímabilið í fyrra var fínt tímabil. Fyrsti þriðjungur í ár var góður en auðvitað eru þetta vonbrigði. Ég er í þessu til að vinna og við ætluðum okkur hluti en það er bara hægara sagt en gert að fara upp úr deildinni. Það er orðið gríðarlega erfitt og það þarf allt að ganga upp hjá þér ef þú ætlar upp. “

Fréttaritari hefur átt mörg góð samtöl við Sigurbjörn á síðustu árum og nýtti lokaandartök viðtalsins í að þakka Sigurbirni og koma því á framfæri að hann vonaðist eftir því að Sigurbjörn yrði mættur aftur á hliðarlínunna sem fyrst.

„Það er búið að vera gaman að spjalla við þig í sumar. En maður er ekkert hættur. Þetta er bara skref á ferlinum og menn þjálfa á ýmsum stöðum og ýmsa klúbba og lífið heldur áfram. Það verður spilaður fótbolti í Grindavík þó ég hætti. Ég verð á einhverjum góðum stað það er pottþétt mál.“

Sagði Sigurbjörn en sjö mínútna viðtal við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir