Davies, Dibling, Wharton, Zirkzee, Tah og fleiri góðir koma við sögu
   mán 18. september 2023 20:32
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Feykir 
Hannah Cade yfirgefur Tindastól (Staðfest)
Mynd: Sigurður Ingi Pálsson

Hannah Jane Cade hefur spilað sinn síðasta leik fyrir meistaraflokk Tindastóls en hún hefur verið lykilmaður á tveimur árum sínum hjá félaginu.


Hannah fór með Tindastóli upp úr Lengjudeildinni og lék lykilhlutverk í að halda liðinu uppi í Bestu deildinni í ár.

Hannah lék sem djúpur miðjumaður og skoraði þó 7 mörk í 43 leikjum hjá Tindastóli. Hún er ekki að skipta til annars fótboltaliðs, heldur er hún að flytja aftur heim til Bandaríkjanna til að hefja læknisfræðinám.

„Tíminn minn hjá Tindastóli hefur verið stórkostleg upplifun og ég er svo þakklát fyrir tækifærið sem Donni gaf mér að spila hér með þessum sérstaka hópi stúlkna. Hér eignaðist ég ævilanga vini og ég mun minnast þessara síðustu tveggja sögulegu tímabila að eilífu!“ sagði Hannah á kveðjustundu.

Donni þjálfari tjáði sig einnig: „Við eigum eftir að sjá mikið á eftir henni því hún hefur verið hreint stórkostleg fyrir okkur, bæði innan sem utan vallar. Hannah er algerlega magnaður leikmaður og frábær liðsfélagi og hefur gert ótrúlega vel hér á Íslandi sem leikmaður. Við eigum eftir að sakna hennar mikið en vonum að allt gangi sem allra best hjá henni."

Tindastóll leitar nú að leikmanni til að fylla í skarðið enda er annað spennandi tímabil á dagskrá í Bestu deild kvenna næsta vor.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner