Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   mán 18. september 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Hulda Björg kölluð inn í U23 ára landsliðið
Icelandair
Hulda Björg er í hópnum
Hulda Björg er í hópnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hulda Björg Hannesdóttir, leikmaður Þórs/KA, hefur verið kölluð inn í U23 ára landsliðið, sem mætir Marokkó í tveimur leikjum, þann 22. og 25. september í Rabat.

Hulda hefur spilað stóra rullu í liði Þórs/KA í Bestu deildinni á þessu tímabili og síðustu ár en hún á að baki 124 leiki og 6 mörk í efstu deild með liðinu.

Eftir leik liðsins við Þrótt fékk Hulda símtal um að hún væri kölluð inn í U23 ára landsliðið sem mun ferðast til Marokkó á næstu dögum.

Liðið spilar tvo leiki við heimakonur og þýðir þetta að Þór/KA á þrjá fulltrúa í liðinu.

Karen María Sigurgeirsdóttir og Jakobína Hjörvarsdóttir eru einnig í hópnum.
Athugasemdir
banner