Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 18. október 2019 09:30
Magnús Már Einarsson
Van Dijk: Ég horfi ekki á leiki Manchester City
Mynd: EPA
Virgil Van Dijk, varnarmaður Liverpool, segist ekki finna fyrir pressu á liðinu í titilbaráttunni. Liverpool er með fullt hús stiga og átta stigum á undan meisturum Manchester City eftir átta umferðir á þessu tímabili.

„Ég held að við höfum engu að tapa. Man City eru meistarar, þeir eru að verja titlinn en við viljum vinna hann," sagði Van Dijk í viðtali við Sky Sports.

„Pressan verður meiri en það kemur frá fjömiðlum. Þeir elska að setja meiri pressu á okkur og það er eitthvað sem við þurfum að takast á við. Mér er sama því ég er ekki að hugsa um það hvað aðrir segja. Ég vil bara vinna alla leiki sem eru framundan."

„ Við njótum þess klárlega (að vera á toppnum) fullir sjálfstrausts, sérstaklega miðað við það hvernig við höfum fengið stigin. Við höfum ekki alltaf átt bestu leikina en samt höfum við náð í sigra.
Það eru margir leikir eftir svo þú getur í raun ekki talað um það strax (að vinna titilinn). Það er ekki raunhæft."

„Ég horfi ekki á leiki Man City en fjölskylda og vinir senda mér skilaboð og segja eitthvað, sérstaklega eftir Wolves leikinn (þar sem City tapaði 2-0). Það er bara hluti af lífinu en við höfum lært það undanfarin ár að við þurfum ekki að horfa á aðra fyrr en í lok tímabils. Við höfum staðið okkur vel hingað til en Man City er klárlega ekki á leiðinni í burtu,"
sagði Van Dijk en hann segir hungrið í titil hjá Liverpool vera ennþá meira eftir sigurinn í Meistaradeildinni síðastliðið vor.

„Hungrið er ennþá meira en áður. Allir vilja upplifa þetta aftur. Þetta var stórkostlegt kvöld sem byrjaði að byggjast upp í leiknum gegn Barcelona á heimavelli. Við eigum allir drauma og markmið. Við vildum allir vinna Meistaradeildina þegar hún hófst á síðasta tímabili og það sama á við um ensku úrvalsdeildina. Vonandi gerist þetta á þessu ári, ef ekki þá reynum við aftur á næsta ári."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner