Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 18. desember 2020 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Fréttablaðið 
Valgeir æfði með aðalliðinu - Vill komast í hópinn fyrir næsta tímabil
Á U21 árs landsliðsæfingu í haust.
Á U21 árs landsliðsæfingu í haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég setti mér það markmið þegar ég kom hingað að ná að æfa með aðalliðinu áður en þessu ári lýkur og ég æfði með aðalliðinu um daginn þannig að það tókst," sagði Valgeir Valgeirsson í viðtali við Hjörvar Ólafsson á Fréttablaðinu fyrr í vikunni.

Valgeir er að láni hjá Brentford frá HK og leikur með varaliði félagsins. Brentford getur keypt Valgeir frá HK á meðan lánssamningnum stendur.

„Ég hef skorað fjögur mörk í þeim níu leikjum sem ég hef spilað fyrir liðið og komið mér í góða stöður í öllum leikjunum. Nú er bara að halda áfram að standa mig í æfingum og leikjum og bæta mig,“ segir Valgeir um þróun mála í Brentford.

„Næsta langtímamarkmið er síðan að vera kominn í aðalliðshópinn fyrir næsta keppnistímabil. Annars tek ég bara eina æfingu og einn leik fyrir í einu."

Valgeir býr á hóteli og hefur þurft að þvo fötin sín í baðinu á hótelherbergi sínu.

„Ég hef búið á hóteli hérna fyrstu vikurnar þar sem það hefur ekki tekist að koma mér fyrir hjá fósturfjölskyldu vegna COVID. Ég hef ekki aðgang að þvottavél þannig að ég hef þurft að þvo af mér með þvottaefni í baðinu á hótelherberginu."

Sjá einnig:
„Valgeir þekkir söguna mína og hversu stutt það er á milli vara- og aðalliðsins" (Patrik um Valgeir 22. nóv)
Athugasemdir
banner
banner