Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   þri 19. janúar 2021 19:54
Aksentije Milisic
England: Antonio sá um WBA
West Ham 2 - 1 West Brom
1-0 Jarrod Bowen ('45 )
1-1 Matheus Pereira ('51 )
2-1 Michail Antonio ('66 )

West Ham United og WBA áttust við í kvöld en leikið var í London.

Heimamenn í West Ham byrjuðu leikinn betur og tóku völdin strax. Þegar líða tók á fyrri hálfleik komust gestirnir frá WBA hins vegar betur inn í leikinn.

Þegar allt stefndi í að það yrði markalaust í fyrri hálfleik þá komst West Ham yfir á lokaandartökum fyrri hálfleiks. Said Benrahma fann þá Vladimir Coufal sem senti fyrir á Jarrod Bowen sem skoraði með brjóstkassanum. Snyrtilegt mark hjá heimamönnum.

Staðan var 1-0 í hálfleik en á 50. mínútu jöfnuðu gestirnir eftir flott skot frá Matheus Pereira. Markið kom eins og þruma úr heiðskýru lofti.

Heimamenn héldu hins vegar áfram að sækja og stuttu síðar skoraði Michail Antonio eftir sendingu frá Andriy Yarmolenko og Hamrarnir því aftur komnir í forystu.

Darnell Furlong fékk gott færi til að jafna metin fyrir gestina í lokin en inn vildi boltinn ekki. Góður sigur hjá West Ham staðreynd.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner