Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 19. mars 2020 21:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hrafnkell Freyr velur úrvalslið Pepsi Max
Mynd: Úr einkasafni
Fótbolti.net hafði samband við Hrafnkel Frey Ágústsson, einn af sérfræðingum Dr. Football og Blika með meiru, og bað hann um að setja saman lið skipað leikmönnum í Pepsi Max-deild karla.

Reglurnar eru einfaldar: Besta samsetta lið skipað leikmönnum efstu deildar á Íslandi. Hrafnkell stillir upp í 4-3-3.

Fréttaritari bað Hrafnkel einnig um að velja nokkra varamenn og þar voru fyrirmælin þau að það væru efnilegir leikmenn sem gætu tekið við af eldri leikmönnum í framtíðinni, einhverskonar Football Manager hugmynd.

Liðsuppstillinguna má sjá hér að neðan en hér er bekkurinn sem Hrafnkell valdi:

Varamarkvörður: Anton Ari Einarsson (Breiðablik)
Varamaður fyrir Kára: Birkir Valur Jónsson (HK)
Varamaður fyrir Birki Má: Valgeir Valgeirsson (HK)
Varamaður fyrir Kristin: Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
Varamaður fyrir Pálma Rafn: Ágúst Eðvald Hlynsson (Víkingur R.)
Varamaður fyrir Óskar Örn: Brynjólfur Andersen (Breiðablik)
Varamaður fyrir Patrick: Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)

Í svörum frá veljanda kom fram að Óttar Magnús væri fyrstur inn af varamönnunum. Fréttaritari spurði út í stöðu Valgeirs en Hrafnkell setti hann sem varamann fyrir Birki Má. Hrafnkell segir Valgeir spila sem bakvörð í yngri landsliðunum og bendir á að hann hafi farið á reynslu til Álaborgar sem bakvörður.
Athugasemdir
banner
banner