Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 19. apríl 2021 18:35
Ívan Guðjón Baldursson
Flaug yfir Elland Road til að mótmæla Ofurdeildinni
Mynd: Getty Images
Fregnir um evrópska Ofurdeild hafa vakið athygli um allan heim og eru viðbrögð stuðningsmanna misjöfn.

Einhverjir eru spenntir fyrir Ofurdeildinni en flestir virðast vera gegn henni og þar eru stuðningsmenn smærri knattspyrnufélaga háværastir.

Leeds United spilar við Liverpool í dag og var lítil einkaflugvél að fljúga yfir Elland Road, heimavöll Leeds, rétt í þessu með borða. Á borðanum stendur: 'Segjum nei við Ofurdeildinni'.

Liverpool er eitt af tólf stofnfélögum Ofurdeildarinnar og eru sex þeirra úr enska boltanum. Þrjú eru frá Ítalíu og þrjú frá Spáni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner