Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 19. apríl 2021 18:52
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp ósáttur: Þeir settu treyjurnar í klefann okkar
Mynd: Getty Images
Leeds United tekur þátt í mótmælum gegn fyrirhugaðri evrópskri Ofurdeild. Sex ensk úrvalsdeildarfélög eru meðal tólf stofnfélaga keppninnar.

Leeds mætir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en Liverpool er einmitt eitt stofnfélaga Ofurdeildarinnar. Leikmenn Leeds eru klæddir sérstökum bolum í upphituninni til að mótmæla Ofurdeildinni.

Á bolunum stendur að knattspyrna er fyrir stuðningsmenn og gefið er í skyn að knattspyrnufélög verði að vinna sér inn réttinn til að spila gegn bestu liðum heims í Meistaradeildinni. Það sé ekki réttmætt að borga fyrir þann rétt.

Leikmenn Liverpool fundu þessa boli í búningsklefanum sínum fyrir upphitun og fóru þeir eitthvað fyrir brjóstið á Klopp sem brást illa við. Liverpool vann Meistaradeildina 2019 en á í hættu á að missa af sæti í keppninni í ár.

„Við ætlum ekki að klæðast þessum upphitunartreyjum. Við getum það ekki. En ef einhver var að minna okkur á að við þurfum að vinna okkur inn Meistaradeildarsæti þá er það bara brandari," sagði Klopp.

„Þetta gerir mig reiðan. Þeir settu treyjurnar í klefann okkar. Ef þetta er hugmynd frá Leeds og gert viljandi þá get ég lofað því að enginn þarf að minna okkur á Meistaradeildina. Kannski þurfa þeir að minna sjálfa sig á hana."

Klopp var spurður út í Ofurdeildina og sagðist skilja gremju stuðningsmanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner