Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   lau 19. apríl 2025 23:04
Jakob Örn Heiðarsson
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Risa hrós á KR! þetta er miklu betra lið en við mættum fyrir ári síðan. Miklu betri í að stýra leikjum, náttúrlega með frábæran þjálfara. Þetta er lið sem sækir mikið inn í hálfsvæðin og er bara með fullt af hlaupum. En það getur enginn labbað út af vellinum í dag, hvort sem það er KR-ingur eða KÁ-leikmaður, niðurlútur. Mér fannst bæði lið koma í þennan leik til að spila sinn leik. Auðvitað voru KR-ingar miklu betri en við, en það er skemmtilegt að mæta svona liði eins og í dag." Sagði Kristinn Aron, þjálfari KÁ, eftir stórt tap gegn KR fyrr í dag í 32 liða úrslitum Mjólkurbikars karla.

Lestu um leikinn: KR 11 -  0 KÁ

"Ég held að þetta sýni strákunum í liðinu að ef þeir geta spilað sig út úr pressu á móti liði eins og KR, þá geta þeir gert það á móti liðum á okkar styrkleikastigi. Vissulega gefum við þeim 2–3 mörk í leiknum, en ég er miklu sáttari við að tapa stórt á eigin forsendum, með því að fara inn í þennan leik og reyna að spila fótbolta í 90 mínútur heldur en að fara inn í leikinn á þeim forsendum að reyna skaðaminnka með því að leggjast í lávörn og vona það besta."

KÁ er rétt að byrja sitt tímabil, en fjórða deildin hefst ekki fyrr en 7. maí næstkomandi. KÁ leikur sinn fyrsta leik þann 10. maí þegar liðið fær KFS í heimsókn. Kristinn er vongóður fyrir sumarið.

"Við erum með markmið, okkur langar að vera eitt af þessum liðum sem fer upp úr fjórðu deildinni í sumar. Við höfum unnið mjög markvisst að því í vetur og okkur hefur gengið vel. Frammistaðan okkar í dag var mjög góð, þrátt fyrir að tapið hafi verið stórt. Ef við spilum svona gegn liðum í okkar styrkleika, þá má alveg búast við að lið lendi í vandræðum á móti okkur í sumar."


Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner