Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   sun 19. maí 2019 17:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Kristianstad í frí með öruggan sigur á bakinu
Sif Atladóttir.
Sif Atladóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristianstad vann öruggan 3-0 sigur á Eskilstuna í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var síðasti leikur liðsins fyrir HM kvenna í knattspyrnu. Það verður gert hlé á sænsku úrvalsdeildinni á meðan Heimsmeistaramótið er.

Það var mikilvægt fyrir Kristianstad að fara á góðum nótum inn í fríið og það var akkúrat það sem þær gerðu. Kristianstad komst yfir eftir þrjár mínútur og komst í 2-0 fyrir leikhlé með marki úr vítaspyrnu. Þriðja markið kom í uppbótartíma.

Elíasbet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad sem er í sjötta sæti sænsku deildarinnar sem er í sjötta sæti með 11 stig eftir sjö leiki.

Svava Rós Guðmunsdóttir lék í dag 79 mínútur fyrir Kristianstad. Sif Atladóttir spilaði allan leikinn.

Andrea Thorisson lék 62 mínútur fyrir Limhamn Bunkeflo í 3-0 tapi gegn Göteborg. Limhamn Bunkeflo er í tíunda sæti með fjögur stig eftir sex leiki.

Andrea er 21 árs gömul. Hún á íslenska móður og föður frá Perú. Hún er fædd í Svíþjóð og hefur leikið bæði fyrir yngri landslið Íslands og Svíþjóð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner