Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 19. maí 2021 19:19
Ívan Guðjón Baldursson
Stóðu heiðursvörð fyrir Roy Hodgson
Mynd: Getty Images
Viðureign Crystal Palace gegn Arsenal er í gangi þessa stundina og eru gestirnir 0-1 yfir í þessum Lundúnaslag.

Hinn 73 ára gamli Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Crystal Palace, mun ekki endurnýja samning sinn við félagið eftir fjögurra ára dvöl.

Hodgson er að taka sér pásu frá knattspyrnuheiminum og gæti verið að stýra félagsliði í síðasta sinn.

Hann á afar fjölbreyttan þjálfaraferil að baki þar sem hann þjálfaði meðal annars Inter, Malmö, svissneska landsliðið, Kaupmannahöfn og Blackburn Rovers fyrir síðustu aldamót.

Eftir aldamótin stýrði Hodgson meðal annars Fulham, Udinese, Liverpool, Viking, finnska landsliðinu og því enska svo í fjögur ár.

Leikmenn Crystal Palace og Arsenal stóðu heiðursvörð fyrir Hodgson fyrir upphafsflautið í dag.

Sjáðu atvikið
Athugasemdir
banner
banner
banner