Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 19. júní 2021 17:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
EM: Markaregn í hitanum í Þýskalandi
Mynd: EPA
Portúgal 2 - 4 Þýskaland
1-0 Cristiano Ronaldo ('15 )
2-0 Ruben Dias ('35 , sjálfsmark)
3-0 Raphael Guerreiro ('39 , sjálfsmark)
3-1 Kai Havertz ('51 )
3-2 Robin Gosens ('60 )
4-2 Diogo Jota ('67 )

Evrópumeistarar Portúgal tóku á móti Þýskalandi í F-riðli Evrópumótsins í dag. Það var heitt á vellinum og þurfti því að gera tvær vatnspásur í leiknum.

Leiknum lauk með 4-2 sigri Þýskalands. Þjóðverjar byrjuðu leikinn af miklum krafti en það var Cristiano Ronaldo sem kom Portúgal yfir, þvert gegn gangi leiksins, eftir glæsilega skyndisókn.

Þjóðverjar komust hinsvegar yfir á fjögurra mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks en varnarmenn Portúgal, Dias og Guerreiro urðu fyrir því óláni að skora sjálfsmörk.

Þegar klukkutími var liðinn af leiknum var staðan orðin 4-1 en Kai Havertz og Robin Gosens skoruðu mörkin. Diogo Jota minnkaði muninn fyrir Portúgal en nær komust þeir ekki.

Eftir úrslit dagsins í riðlinum er allt galopið. Frakkar á toppnum með fjögur stig. Portúgal í öðru með þrjú og Þjóðverjar einnig með þrjú stig í þriðja sæti. Ungverjar á botninum með eitt stig. Í lokaumferðinni mætast Frakkland og Portúgal annars vegar og Þýskaland og Ungverjaland hinsvegar.
Athugasemdir
banner
banner
banner