Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   lau 19. júní 2021 21:41
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Leikmaður sem maður vill að sjálfsögðu sjá í landsliðinu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Að ná að tengja tvo sigra í röð er frábært. Það er búið að líða svolítið á milli, búið að vera pása og verið erfið vika hjá okkur mikið af veikindum þannig að þetta er bara virkilega sætt.“
Voru fyrstu orð þjálfara Keflavíkur Gunnars Magnúsar Jónssonar eftir 1-0 sigur hans kvenna á liði Tindastóls í Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Tindastóll

Keflavík komst yfir snemma í síðari hálfleik með marki Kristrúnar Hólm eftir hornspyrnu. Tindastólsliðið færði sig framar á völlinn við það sem skapaði opnanir fyrir lið Keflavíkur en frábær markvörður gestanna varði hvert dauðafærið á fætur öðru. Var ekkert farið að fara um Gunnar að ná ekki að setja annað mark og klára leikinn?

„Jú vissulega en það var þó jákvætt hvað við vorum að skapa okkurn góð færi. En hún var frábær í markinu og maður sá þá nokkra boltanna liggja inni en á einhvern ótrúlegan hátt þá náði hún að verja,“

Gunnar gerði ákveðna breytingu á liðsuppstillingu sinni fyrir sigurleikinn gegn Breiðablik á dögnum þar sem hann færði fyrirliða Keflavíkur Natöshu Anasi í miðvörðinn. Það virðist hafa fært ákveðna ró yfir varnarleik liðsins. Um Natöshu sagði Gunnar.

„Natasha er bara þannig leikmaður að ég væri alveg til í að hafa hana í vörninni, á miðjunni og frammi. En við settum hana í vörnina gegn Blikum þar sem að Elín Helena Karlsdóttir er á láni hjá okkur frá Blikum og þá vantaði okkur hafsent.“

Gunnar bætti síðan við um frammistöðu hennar í leiknum gegn Blikum og í dag.

„Eins og hún er búinn að spila í þessum leikjum þá er þetta leikmaður sem maður vill að sjálfsögðu sjá í landsliðinu það er allavega mín skoðun. Ég á mjög erfitt með að skilja að hún skuli ekki vera þar en það eru aðrir sem að stýra því og stjórna.“

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner