Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   lau 19. júní 2021 21:41
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Leikmaður sem maður vill að sjálfsögðu sjá í landsliðinu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Að ná að tengja tvo sigra í röð er frábært. Það er búið að líða svolítið á milli, búið að vera pása og verið erfið vika hjá okkur mikið af veikindum þannig að þetta er bara virkilega sætt.“
Voru fyrstu orð þjálfara Keflavíkur Gunnars Magnúsar Jónssonar eftir 1-0 sigur hans kvenna á liði Tindastóls í Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Tindastóll

Keflavík komst yfir snemma í síðari hálfleik með marki Kristrúnar Hólm eftir hornspyrnu. Tindastólsliðið færði sig framar á völlinn við það sem skapaði opnanir fyrir lið Keflavíkur en frábær markvörður gestanna varði hvert dauðafærið á fætur öðru. Var ekkert farið að fara um Gunnar að ná ekki að setja annað mark og klára leikinn?

„Jú vissulega en það var þó jákvætt hvað við vorum að skapa okkurn góð færi. En hún var frábær í markinu og maður sá þá nokkra boltanna liggja inni en á einhvern ótrúlegan hátt þá náði hún að verja,“

Gunnar gerði ákveðna breytingu á liðsuppstillingu sinni fyrir sigurleikinn gegn Breiðablik á dögnum þar sem hann færði fyrirliða Keflavíkur Natöshu Anasi í miðvörðinn. Það virðist hafa fært ákveðna ró yfir varnarleik liðsins. Um Natöshu sagði Gunnar.

„Natasha er bara þannig leikmaður að ég væri alveg til í að hafa hana í vörninni, á miðjunni og frammi. En við settum hana í vörnina gegn Blikum þar sem að Elín Helena Karlsdóttir er á láni hjá okkur frá Blikum og þá vantaði okkur hafsent.“

Gunnar bætti síðan við um frammistöðu hennar í leiknum gegn Blikum og í dag.

„Eins og hún er búinn að spila í þessum leikjum þá er þetta leikmaður sem maður vill að sjálfsögðu sjá í landsliðinu það er allavega mín skoðun. Ég á mjög erfitt með að skilja að hún skuli ekki vera þar en það eru aðrir sem að stýra því og stjórna.“

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner