Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   lau 19. júní 2021 21:41
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Leikmaður sem maður vill að sjálfsögðu sjá í landsliðinu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Að ná að tengja tvo sigra í röð er frábært. Það er búið að líða svolítið á milli, búið að vera pása og verið erfið vika hjá okkur mikið af veikindum þannig að þetta er bara virkilega sætt.“
Voru fyrstu orð þjálfara Keflavíkur Gunnars Magnúsar Jónssonar eftir 1-0 sigur hans kvenna á liði Tindastóls í Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Tindastóll

Keflavík komst yfir snemma í síðari hálfleik með marki Kristrúnar Hólm eftir hornspyrnu. Tindastólsliðið færði sig framar á völlinn við það sem skapaði opnanir fyrir lið Keflavíkur en frábær markvörður gestanna varði hvert dauðafærið á fætur öðru. Var ekkert farið að fara um Gunnar að ná ekki að setja annað mark og klára leikinn?

„Jú vissulega en það var þó jákvætt hvað við vorum að skapa okkurn góð færi. En hún var frábær í markinu og maður sá þá nokkra boltanna liggja inni en á einhvern ótrúlegan hátt þá náði hún að verja,“

Gunnar gerði ákveðna breytingu á liðsuppstillingu sinni fyrir sigurleikinn gegn Breiðablik á dögnum þar sem hann færði fyrirliða Keflavíkur Natöshu Anasi í miðvörðinn. Það virðist hafa fært ákveðna ró yfir varnarleik liðsins. Um Natöshu sagði Gunnar.

„Natasha er bara þannig leikmaður að ég væri alveg til í að hafa hana í vörninni, á miðjunni og frammi. En við settum hana í vörnina gegn Blikum þar sem að Elín Helena Karlsdóttir er á láni hjá okkur frá Blikum og þá vantaði okkur hafsent.“

Gunnar bætti síðan við um frammistöðu hennar í leiknum gegn Blikum og í dag.

„Eins og hún er búinn að spila í þessum leikjum þá er þetta leikmaður sem maður vill að sjálfsögðu sjá í landsliðinu það er allavega mín skoðun. Ég á mjög erfitt með að skilja að hún skuli ekki vera þar en það eru aðrir sem að stýra því og stjórna.“

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir