Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 19. júní 2021 21:41
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Leikmaður sem maður vill að sjálfsögðu sjá í landsliðinu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Að ná að tengja tvo sigra í röð er frábært. Það er búið að líða svolítið á milli, búið að vera pása og verið erfið vika hjá okkur mikið af veikindum þannig að þetta er bara virkilega sætt.“
Voru fyrstu orð þjálfara Keflavíkur Gunnars Magnúsar Jónssonar eftir 1-0 sigur hans kvenna á liði Tindastóls í Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Tindastóll

Keflavík komst yfir snemma í síðari hálfleik með marki Kristrúnar Hólm eftir hornspyrnu. Tindastólsliðið færði sig framar á völlinn við það sem skapaði opnanir fyrir lið Keflavíkur en frábær markvörður gestanna varði hvert dauðafærið á fætur öðru. Var ekkert farið að fara um Gunnar að ná ekki að setja annað mark og klára leikinn?

„Jú vissulega en það var þó jákvætt hvað við vorum að skapa okkurn góð færi. En hún var frábær í markinu og maður sá þá nokkra boltanna liggja inni en á einhvern ótrúlegan hátt þá náði hún að verja,“

Gunnar gerði ákveðna breytingu á liðsuppstillingu sinni fyrir sigurleikinn gegn Breiðablik á dögnum þar sem hann færði fyrirliða Keflavíkur Natöshu Anasi í miðvörðinn. Það virðist hafa fært ákveðna ró yfir varnarleik liðsins. Um Natöshu sagði Gunnar.

„Natasha er bara þannig leikmaður að ég væri alveg til í að hafa hana í vörninni, á miðjunni og frammi. En við settum hana í vörnina gegn Blikum þar sem að Elín Helena Karlsdóttir er á láni hjá okkur frá Blikum og þá vantaði okkur hafsent.“

Gunnar bætti síðan við um frammistöðu hennar í leiknum gegn Blikum og í dag.

„Eins og hún er búinn að spila í þessum leikjum þá er þetta leikmaður sem maður vill að sjálfsögðu sjá í landsliðinu það er allavega mín skoðun. Ég á mjög erfitt með að skilja að hún skuli ekki vera þar en það eru aðrir sem að stýra því og stjórna.“

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir