Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 19. ágúst 2022 00:37
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: GG fer í úrslitakeppnina - Chariton skoraði 41 mark í riðlakeppninni
GG er komið í úrslitakeppnina
GG er komið í úrslitakeppnina
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
George Razvan Chariton skoraði 41 mark í deildarkeppninni
George Razvan Chariton skoraði 41 mark í deildarkeppninni
Mynd: Höttur/Huginn
Þá er allt klappað og klárt í tveimur riðlum 4. deildar karla en Uppsveitir vann C-riðilinn á meðan Ýmir vann D-riðilinn. GG tryggði þá sæti sitt í úrslitakeppninni í kvöld.

Uppsveitir var búið að vinna riðilinn fyrir lokaleik riðilsins gegn Árborg í kvöld. George Razvan Chariton var samur við sig í sóknarleik gestanna en hann gerði þrennu í leiknum og kláraði því riðlakeppnina með 41 mark. Hreint út sagt ótrúlegar tölur.

Uppsveitir er með öruggt sæti í 8-liða úrslitum en Árborg fer í umspil til að komast í 8-liða úrslitin. Liðið hafnaði í 2. sæti með 31 stig.

Í D-riðlinum var barist um síðasta lausa plássið í úrslitakeppnina en GG og Hamar börðust um það. GG var með þriggja stiga forystu á Hamar fyrir leikinn en liðið gerði 2-2 jafntefli við topplið Ýmis í kvöld þar sem öll mörkin komu á fyrstu tuttugu mínútum leiksins.

Hamar gerði á meðan 1-1 jafntefli við KFR og fer því GG inn í úrslitakeppnina með 30 stig.

C-riðill:

Hafnir 3 - 2 Berserkir/Mídas
0-1 Steinar Ísaksson ('8 )
1-1 Jón Kristján Harðarson ('17 )
2-1 Sigurður Þór Hallgrímsson ('63 )
3-1 Markús Már Magnússon ('84 )
3-2 Bjarki Sigurjónsson ('90 )

Árborg 1 - 4 Uppsveitir
0-1 George Razvan Chariton ('20 )
0-2 George Razvan Chariton ('66 )
1-2 Elvar Orri Sigurbjörnsson ('70 )
1-3 Kristinn Sölvi Sigurgeirsson ('75 )
1-4 George Razvan Chariton ('90 )

Álftanes 9 - 1 KM
1-0 Anton Ingi Sigurðarson ('3 )
2-0 Andri Janusson ('31 )
3-0 Thang Ninh Tang Nguyen ('42 , Sjálfsmark)
4-0 Andri Janusson ('45 )
5-0 Sebastían Daníel Elvarsson ('50 )
6-0 Brynjar Jónasson ('53 )
6-1 Guilherme Da Silva Pires ('63 , Mark úr víti)
7-1 Hreiðar Ingi Ársælsson ('72 , Mark úr víti)
8-1 Andri Janusson ('74 )
9-1 Sigurður Brynjólfsson ('80 , Mark úr víti)

Léttir 3 - 2 KB
1-0 Sigurður Tómas Jónsson ('6 )
2-0 Sigurður Tómas Jónsson ('51 )
2-1 Gísli Alexander Ágústsson ('56 )
2-2 Arnór Sigurvin Snorrason ('61 )
3-2 Kristján Daði Runólfsson ('89 )

D-riðill:

Álafoss 5 - 1 Smári
1-0 Karabo Mgiba ('7 )
1-1 Heiðar Ingi Þórisson ('27 )
2-1 Karabo Mgiba ('33 )
3-1 Róbert Steinar Hjálmarsson ('58 )
4-1 Róbert Steinar Hjálmarsson ('59 )
5-1 Karabo Mgiba ('74 )

GG 2 - 2 Ýmir
0-1 Fannar Gauti Gissurarson ('3 )
0-2 Birgir Magnússon ('10 )
1-2 Ívar Gauti Guðlaugsson ('18 )
2-2 Jón Unnar Viktorsson ('20 )

Hamar 1 - 1 KFR
1-0 Frans Sigurðsson ('83 )
1-1 Hjörvar Sigurðsson ('89 )
Rautt spjald: Sigurður Ísak Ævarsson , Hamar ('91)
Athugasemdir
banner
banner