Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
   fös 19. ágúst 2022 16:00
Elvar Geir Magnússon
Gomez í hópnum hjá City á sunnudag - Phillips klár
Mynd: Manchester City
Englandsmeistarar Manchester City mæta Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Spænski vinstri bakvörðurinn Sergio Gomez verður í leikmannahópi City en Pep Guardiola staðfesti þetta á fréttamannafundi í dag.

Gomez er 21 árs og var keyptur frá Anderlecht á dögunum.

Miðjumaðurinn Kalvin Phillips sem kom frá Leeds í sumar er klár í slaginn en hann var ekki í leikmannahópnum í síðustu umferð. Þá er ungstirnið Cole Palmer einnig heill.

Guardiola segist vera óviss um framtíð Bernardo Silva en portúgalski landsliðsmaðurinn hefur verið orðaður við Barcelona.

„Hann er leikmaðurinn okkar, hann veit okkar óskir. En hvað mun gerast, ég get ekki svarað því." segir Guardiola.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 17 8 4 5 27 17 +10 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
7 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
8 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
9 Newcastle 17 7 4 6 23 20 +3 25
10 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
11 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
12 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
13 Bournemouth 16 5 6 5 25 28 -3 21
14 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
15 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner
banner