Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
   fim 19. september 2013 19:21
Elvar Geir Magnússon
Ólafur Kristjánsson: Mönnum líður vel í þessu kerfi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var að sjálfsögðu ánægður með sína menn eftir 3-0 sigur gegn KR. Má segja að hans menn hafi verið að svara gagnrýnisröddum?

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 KR

„Ég vona að það sé enginn með óbragð í munninum. Við gagnrýnum hvern annan innan frá og það sem er sagt fyrir utan liðið kemur okkur ekki við," sagði Ólafur en hans lið spilaði 3-5-2 leikkerfi í kvöld.

„Stundum þarf að grípa til einhvers sem er öðruvísi. Þetta er reyndar keimlíkt því sem við spiluðum í Evrópukeppninni í sumar. Mönnum líður vel í þessu. Þetta skapar ákveðið öryggi og gefur breidd. Ég er ánægður með hvernig þetta spilaðist,"

Árni Vilhjálmsson var maður leiksins. Skoraði eitt og lagði annað upp.

„Mér fannst frammistaða hans virkilega góð. Hann hefur verið góður í sumar. Komið sér í færi og skorað mörk. Aðalmálið hjá Árna er að núllstilla sig eftir þennan leik og vera klár í þann næsta," sagði Ólafur. Ætti Árni að vera í U21-landsliðinu?

„Ég vel ekki U21-landsliðið. Ef hann kemur með svona frammistöðu í hverjum einasta leik ætti hann að eiga möguleika á að komast í hópinn."

Breiðablik á enn möguleika á Evrópusæti en til að halda vonunum á lífi þarf liðið sigur gegn Stjörnunni á sunnudag.

„Þessi sigur telur ekkert ef við komum ekki með frammistöðu á sunnudaginn. Þessi sigur gefur okkur líflínu. Það hefði verið fúlt að vera búinn með mótið núna."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner