Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
   þri 19. september 2023 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Búist við því að tímabilið sé búið hjá Rico Henry
Rico Henry.
Rico Henry.
Mynd: EPA
Það er búist við því að Rico Henry, vinstri bakvörður Brentford, sé illa meiddur.

Fram kemur á The Athletic að leikmaðurinn hafi mögulega slitið krossband.

Henry meiddist á 39. mínútu í 1-0 tapinu gegn Newcastle eftir einvígi við Kieran Trippier. Henry hélt strax um vinstra hnéð sitt og var ljóst að sársaukinn var mikill.

Ef meiðslin eru eins alvarleg og búist er við, þá er tímabilið búið hjá bakverðinum.

Henry hefur áður gengið í gegnum krossbandsslit en það var árið 2017. Það yrði mikið högg fyrir Brentford að missa Henry en hann er afar mikilvægur fyrir liðið.
Athugasemdir
banner
banner