Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   þri 19. september 2023 14:17
Elvar Geir Magnússon
Yrði þjálfaraafrek hjá Heimi að ná Evrópusæti - „Kann að vinna leiki og sækja árangur“
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það yrði svakalegt þjálfaraafrek hjá Heimi Guðjónssyni ef hann nær Evrópusæti með FH. Lið sem var í fallsæti eftir 22 umferðir í fyrra," segir Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.

Ísland er komið með fjögur Evrópusæti og FH er sem stendur í fjórða sæti Bestu deildarinnar, sæti sem mun gefa farseðil í Evrópu.

„Við vorum jafnir FH að stigum í fyrra en féllum á markatölu. Að snúa þessu við er ótrúlegt. Margir höfðu enga trú á FH-ingum fyrir þetta tímabil. Það eru breytt gildi þarna, miklu yngri leikmenn," segir Viktor Jónsson, sóknarmaður ÍA, sem var gestur í þættinum.

„Heimir bara kann þetta. Hann veit hvað hann er að gera, hann kann að vinna leiki og sækja árangur," segir Viktor.

Í þættinum fékk Daði Freyr Arnarsson markvörður FH hrós en hann hefur staðið sig afskaplega vel síðan hann fékk tækifærið í marki vegna meiðsla Sindra Kristins Ólafssonar.

„Sá er búinn að vera frábær, það er ekki hægt að setja neitt út á hann. Nú er hann að fá tækifæri til að setja allt aftur í gang á sínum ferli og hann er að grípa það," segir Sæbjörn Steinke í Innkastinu.
Innkastið - Markakóngurinn og bikarar á loft
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner