Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðardagur fyrir þær
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
   þri 19. nóvember 2024 23:12
Sölvi Haraldsson
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Icelandair
Andri Lucas kom Íslandi yfir í dag gegn Wales.
Andri Lucas kom Íslandi yfir í dag gegn Wales.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mjög góð byrjun, mjög góð byrjun. Ekkert endilega bara markið sem er auðvitað alltaf jákvætt en heilt yfir vorum við að gera mjög vel, mjög svekkjandi að missa þetta niður og þurfa að tapa þessum leik 4-1.“ sagði Andri Lucas Guðjohnsen, landsliðsmaður Íslands, eftir 4-1 tap í Wales.


Lestu um leikinn: Wales 4 -  1 Ísland

Hvað fór úrskeðis í dag eftir að hafa tekið forystuna snemma leiks?

Það er góð spurning, erfitt að segja. Við vorum með ákveðið leikplan fyrir leik sem við ætluðum að nýta með mig og Orra tvo stóra frammi. Það breytist svolítið hratt þegar hann þarf að fara meiddur af velli og Mikael Egill kemur inn. Leikplanið breytist þvílikt mikið sem við vorum ekki búnir að undirbúa okkur fyrir. Svo meiðast menn og það koma skiptingar. Við missum svo stjórnina á leiknum rétt fyrir hálfleik. Margt sem spilar inn í sem verður til þess að við missum þetta frá okkur.

Andri Lucas segist vera sáttur með sóknarleikinn í dag.

Við vorum að komast í mjög góðar stöður og fengum fullt af færum en þetta féll ekki með okkur í dag. Við hefðum getað skorað fleiri. Tilfinningin er samt að við erum mjög sáttir með sóknarleikinn okkar. Það að við erum að komast í þessar stöður er mjög jákvætt fyrir okkur.

Breiddin í landsliðinu er góð fram á við þrátt fyrir að það vantaði nokkra lykilmenn.

Við erum með marga mjög góða og öðruvísi leikmenn sem er mjög jákvætt fyrir okkur sem lið og sem hóp.

Hvernig finnst Andra þróunin á landsliðinu vera undir stjórn Age Hareide?

Ég persónulega hef liðið vel inni á vellinum og sérstaklega núna í seinustu leikjum með Orra upp á topp. Mér finnst við allir vera búnir að taka stórt skref með félagsliðum og landsliðinu.“

Viðtalið við Andra má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir