Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   þri 19. nóvember 2024 23:12
Sölvi Haraldsson
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Icelandair
Andri Lucas kom Íslandi yfir í dag gegn Wales.
Andri Lucas kom Íslandi yfir í dag gegn Wales.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mjög góð byrjun, mjög góð byrjun. Ekkert endilega bara markið sem er auðvitað alltaf jákvætt en heilt yfir vorum við að gera mjög vel, mjög svekkjandi að missa þetta niður og þurfa að tapa þessum leik 4-1.“ sagði Andri Lucas Guðjohnsen, landsliðsmaður Íslands, eftir 4-1 tap í Wales.


Lestu um leikinn: Wales 4 -  1 Ísland

Hvað fór úrskeðis í dag eftir að hafa tekið forystuna snemma leiks?

Það er góð spurning, erfitt að segja. Við vorum með ákveðið leikplan fyrir leik sem við ætluðum að nýta með mig og Orra tvo stóra frammi. Það breytist svolítið hratt þegar hann þarf að fara meiddur af velli og Mikael Egill kemur inn. Leikplanið breytist þvílikt mikið sem við vorum ekki búnir að undirbúa okkur fyrir. Svo meiðast menn og það koma skiptingar. Við missum svo stjórnina á leiknum rétt fyrir hálfleik. Margt sem spilar inn í sem verður til þess að við missum þetta frá okkur.

Andri Lucas segist vera sáttur með sóknarleikinn í dag.

Við vorum að komast í mjög góðar stöður og fengum fullt af færum en þetta féll ekki með okkur í dag. Við hefðum getað skorað fleiri. Tilfinningin er samt að við erum mjög sáttir með sóknarleikinn okkar. Það að við erum að komast í þessar stöður er mjög jákvætt fyrir okkur.

Breiddin í landsliðinu er góð fram á við þrátt fyrir að það vantaði nokkra lykilmenn.

Við erum með marga mjög góða og öðruvísi leikmenn sem er mjög jákvætt fyrir okkur sem lið og sem hóp.

Hvernig finnst Andra þróunin á landsliðinu vera undir stjórn Age Hareide?

Ég persónulega hef liðið vel inni á vellinum og sérstaklega núna í seinustu leikjum með Orra upp á topp. Mér finnst við allir vera búnir að taka stórt skref með félagsliðum og landsliðinu.“

Viðtalið við Andra má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner