Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 20. janúar 2022 21:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalski bikarinn: Mourinho hafði betur gegn Þóri Jóhanni
Þórir var í byrjunarliði Lecce.
Þórir var í byrjunarliði Lecce.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Roma 3 - 1 Lecce
0-1 Arturo Calabresi ('14 )
1-1 Marash Kumbulla ('40 )
2-1 Tammy Abraham ('54 )
3-1 Eldor Shomurodov ('81 )
Rautt spjald: Mario Gargiulo, Lecce ('62)

Miðjumaðurinn Þórir Jóhann Helgason var í byrjunarliði Lecce gegn ítalska úrvalsdeildarfélaginu Roma, sem leikur undir stjórn 'hins sérstaka' Jose Mourinho.

Lecce, sem er í B-deild, tók óvænt forystuna í leiknum þegar Arturo Calabresi skoraði.

Þeir héldu forystunni alveg fram á 40. mínútu, en þá jafnaði Marash Kumbulla metin og var staðan jöfn þegar liðin gengu til búningsklefa.

Mourinho var með nokkuð sterkt lið í kvöld. Enski landsliðsmaðurinn Tammy Abraham kom Roma yfir á 54. mínútu og stuttu eftir það missti Lecce leikmann sinn, Mario Gargiulo, af velli með rautt spjald. Eftirleikurinn var erfiður fyrir Íslendingaliðið og skoraði Roma eitt mark til viðbótar áður en flautað var af.

Þórir, sem er íslenskur landsliðsmaður, lék 68 mínútur og er það góð reynsla fyrir þennan öfluga leikmann. Lecce náði að gefa Roma alvöru leik, en það er úrvalsdeildarliðið sem fer áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner