Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
   mán 20. janúar 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.
Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Við undirskrift í dag.
Við undirskrift í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Það var kafli skrifaður í sögu Víkings í dag. Arnar Gunnlaugsson er tekinn við sem landsliðsþjálfari og Sölvi Geir Ottesen tekur við liðinu af honum. Er Sölva ætlað að halda áfram þeirri velgengni sem hefur verið í Víkinni síðustu árin.

„Þessar breytingar leggjast mjög vel í mig. Auðvitað er söknuður af Arnari. Hann er búinn að vinna frábært starf fyrir Víking. En það er bara eins og það er. Hann er orðinn landsliðsþjálfari og maður getur þá haldið meira með landsliðinu ef það er hægt. Við erum hins vegar gríðarlega spenntir fyrir framhaldinu með Sölva, Viktor og Aron í brúnni," segir Kári við Fótbolta.net.

„Þetta eru svona týndu synirnir sem eru komnir heim aftur og eru að stjórna mjög spennandi leikmannahóp. Ég er mjög bjartsýnn og það eru allir í kringum félagið mjög ánægðir með þetta," segir Kári en allir í teyminu eru uppaldir Víkingar og þekkja félagið inn og út. Kári og Viktor Bjarki eru gamlir liðsfélagar í Víkingi sem hafa upplifað margt í fótboltanum.

Það var líklega verst geymda leyndarmálið í fótboltanum á Íslandi að Sölvi myndi taka við af Arnari þegar að því kæmi.

„Við vorum ekkert að fara leynt með það. Ég var ekkert að ljúga þegar ég sagði að planið væri að Sölvi myndi taka við þegar Arnar hyrfi á braut," segir Kári.

Kári segir að það hafi verið rætt mjög opinskátt á milli manna þegar landsliðsþjálfarastarfið varð laust.

„Það var rætt opinskátt um það hvort hann hefði áhuga á þessu. Það var komið mikið af kjaftasögum af stað í nóvember held ég. Við spurðum hann bara hvort hann hefði áhuga á þessu og hann hafði það. Þá var alveg ljóst að ef Arnar væri númer eitt hjá KSÍ, þá værum við að fara að klára það. Þeir borguðu uppsett verð og það voru allir ánægðir."

Sölvi hefur lengi verið í skóla hjá Arnari og Kári hefur mikla trú á sínum gamla liðsfélaga.

„Ég hef mikla trú á Sölva í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur. Ég hvatti hann eins og ég gat að taka að sér þetta aðstoðarþjálfarastarf og svo myndi framtíðin bera það í skauti sér að hann myni taka við. Hann er sigurvegari fram í fingurgóma og það er æðislegur eiginleiki. Hann gerir það sem til þarf til að vinna. Ég er mjög spenntur fyrir framhaldinu með þetta teymi. Við gátum ekki sett upp betra teymi," segir Kári.

Allt viðtalið við Kára má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner