Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
banner
   lau 20. febrúar 2021 15:07
Anton Freyr Jónsson
Rúnar Kristins: Veturinn búinn að vera erfiður
Lengjudeildin
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR og Fram mættust í Lengjubikar karla á KR-vellinum fyrr í dag og endaði leikurinn með 8-2 sigri KR-inga. KR skoraði átta gegn Fram

Rúnar Kristinsson þjálfari KR var sáttur með sína menn eftir leik.

„Ég er mjög sáttur, við vorum fínir í dag og það er búið að vera smá stígandi í þessu eftir rólegt Reykjavíkurmót hjá okkur að þá erum við búnir að vera betri og aðeins léttari á okkur núna síðustu viku á móti Víking og svo aftur í dag."

Rúnar Kristinsson segir að undirbúningstímabilið hingað til sé búið að vera erfitt fyrir KR-inga en mikið hefur verið um meiðsli í hópnum en liðið er að endurheimta flesta sína leikmenn aftur.

„Það er búið að vera mjög erfitt fyrir okkur, það er búið að vera mikið um meiðsli, fáir á æfingum og við höfum verið að verið ströggla við ná í lið í þessum leikjum sem við höfum verið að spila, þetta er orðið betra núna, við erum að nokkurnvegin að fá flesta alla til baka og við þurfum bara meiri tíma og gefum okkur hann."

„Við erum að vinna samkvæmt ákveðnu plani sem er búið að ganga ágætlega upp. Við leggjum aðeins meiri áherslu á Lengjubikarinn og fá þessa leiki því menn spiluðu ekkert rosalega marga leiki í fyrra og veturnn búin að vera erfiður þannig ég þarf aðeins að stilla strengi og finna liðið mitt."

Grétar Snær Gunnarsson sem kom til KR frá Fjölni spilaði í miðverðinum í dag við hlið Arnórs Sveins. Eru KR-ingar að horfa á hann í miðverðinum?

„Já já, við erum að þjálfa Grétar Snæ í miðverðinum og ætlum að reyna sjá hann þar oftar og sjá hvort hann geti leyst þessa stöðu og fyllt þetta skarð sem Finnur Tómas skilur eftir sig sem er gríðarlega stórt."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Rúnar Kristinsson ræðir meðal annars um aðstoðarþjálfara málin hjá KR-ingum.
Athugasemdir
banner
banner
banner