Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   lau 20. febrúar 2021 15:07
Anton Freyr Jónsson
Rúnar Kristins: Veturinn búinn að vera erfiður
Lengjudeildin
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR og Fram mættust í Lengjubikar karla á KR-vellinum fyrr í dag og endaði leikurinn með 8-2 sigri KR-inga. KR skoraði átta gegn Fram

Rúnar Kristinsson þjálfari KR var sáttur með sína menn eftir leik.

„Ég er mjög sáttur, við vorum fínir í dag og það er búið að vera smá stígandi í þessu eftir rólegt Reykjavíkurmót hjá okkur að þá erum við búnir að vera betri og aðeins léttari á okkur núna síðustu viku á móti Víking og svo aftur í dag."

Rúnar Kristinsson segir að undirbúningstímabilið hingað til sé búið að vera erfitt fyrir KR-inga en mikið hefur verið um meiðsli í hópnum en liðið er að endurheimta flesta sína leikmenn aftur.

„Það er búið að vera mjög erfitt fyrir okkur, það er búið að vera mikið um meiðsli, fáir á æfingum og við höfum verið að verið ströggla við ná í lið í þessum leikjum sem við höfum verið að spila, þetta er orðið betra núna, við erum að nokkurnvegin að fá flesta alla til baka og við þurfum bara meiri tíma og gefum okkur hann."

„Við erum að vinna samkvæmt ákveðnu plani sem er búið að ganga ágætlega upp. Við leggjum aðeins meiri áherslu á Lengjubikarinn og fá þessa leiki því menn spiluðu ekkert rosalega marga leiki í fyrra og veturnn búin að vera erfiður þannig ég þarf aðeins að stilla strengi og finna liðið mitt."

Grétar Snær Gunnarsson sem kom til KR frá Fjölni spilaði í miðverðinum í dag við hlið Arnórs Sveins. Eru KR-ingar að horfa á hann í miðverðinum?

„Já já, við erum að þjálfa Grétar Snæ í miðverðinum og ætlum að reyna sjá hann þar oftar og sjá hvort hann geti leyst þessa stöðu og fyllt þetta skarð sem Finnur Tómas skilur eftir sig sem er gríðarlega stórt."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Rúnar Kristinsson ræðir meðal annars um aðstoðarþjálfara málin hjá KR-ingum.
Athugasemdir
banner