Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 20. febrúar 2021 15:07
Anton Freyr Jónsson
Rúnar Kristins: Veturinn búinn að vera erfiður
Lengjudeildin
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR og Fram mættust í Lengjubikar karla á KR-vellinum fyrr í dag og endaði leikurinn með 8-2 sigri KR-inga. KR skoraði átta gegn Fram

Rúnar Kristinsson þjálfari KR var sáttur með sína menn eftir leik.

„Ég er mjög sáttur, við vorum fínir í dag og það er búið að vera smá stígandi í þessu eftir rólegt Reykjavíkurmót hjá okkur að þá erum við búnir að vera betri og aðeins léttari á okkur núna síðustu viku á móti Víking og svo aftur í dag."

Rúnar Kristinsson segir að undirbúningstímabilið hingað til sé búið að vera erfitt fyrir KR-inga en mikið hefur verið um meiðsli í hópnum en liðið er að endurheimta flesta sína leikmenn aftur.

„Það er búið að vera mjög erfitt fyrir okkur, það er búið að vera mikið um meiðsli, fáir á æfingum og við höfum verið að verið ströggla við ná í lið í þessum leikjum sem við höfum verið að spila, þetta er orðið betra núna, við erum að nokkurnvegin að fá flesta alla til baka og við þurfum bara meiri tíma og gefum okkur hann."

„Við erum að vinna samkvæmt ákveðnu plani sem er búið að ganga ágætlega upp. Við leggjum aðeins meiri áherslu á Lengjubikarinn og fá þessa leiki því menn spiluðu ekkert rosalega marga leiki í fyrra og veturnn búin að vera erfiður þannig ég þarf aðeins að stilla strengi og finna liðið mitt."

Grétar Snær Gunnarsson sem kom til KR frá Fjölni spilaði í miðverðinum í dag við hlið Arnórs Sveins. Eru KR-ingar að horfa á hann í miðverðinum?

„Já já, við erum að þjálfa Grétar Snæ í miðverðinum og ætlum að reyna sjá hann þar oftar og sjá hvort hann geti leyst þessa stöðu og fyllt þetta skarð sem Finnur Tómas skilur eftir sig sem er gríðarlega stórt."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Rúnar Kristinsson ræðir meðal annars um aðstoðarþjálfara málin hjá KR-ingum.
Athugasemdir
banner
banner
banner