Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
banner
   lau 20. febrúar 2021 15:07
Anton Freyr Jónsson
Rúnar Kristins: Veturinn búinn að vera erfiður
Lengjudeildin
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR og Fram mættust í Lengjubikar karla á KR-vellinum fyrr í dag og endaði leikurinn með 8-2 sigri KR-inga. KR skoraði átta gegn Fram

Rúnar Kristinsson þjálfari KR var sáttur með sína menn eftir leik.

„Ég er mjög sáttur, við vorum fínir í dag og það er búið að vera smá stígandi í þessu eftir rólegt Reykjavíkurmót hjá okkur að þá erum við búnir að vera betri og aðeins léttari á okkur núna síðustu viku á móti Víking og svo aftur í dag."

Rúnar Kristinsson segir að undirbúningstímabilið hingað til sé búið að vera erfitt fyrir KR-inga en mikið hefur verið um meiðsli í hópnum en liðið er að endurheimta flesta sína leikmenn aftur.

„Það er búið að vera mjög erfitt fyrir okkur, það er búið að vera mikið um meiðsli, fáir á æfingum og við höfum verið að verið ströggla við ná í lið í þessum leikjum sem við höfum verið að spila, þetta er orðið betra núna, við erum að nokkurnvegin að fá flesta alla til baka og við þurfum bara meiri tíma og gefum okkur hann."

„Við erum að vinna samkvæmt ákveðnu plani sem er búið að ganga ágætlega upp. Við leggjum aðeins meiri áherslu á Lengjubikarinn og fá þessa leiki því menn spiluðu ekkert rosalega marga leiki í fyrra og veturnn búin að vera erfiður þannig ég þarf aðeins að stilla strengi og finna liðið mitt."

Grétar Snær Gunnarsson sem kom til KR frá Fjölni spilaði í miðverðinum í dag við hlið Arnórs Sveins. Eru KR-ingar að horfa á hann í miðverðinum?

„Já já, við erum að þjálfa Grétar Snæ í miðverðinum og ætlum að reyna sjá hann þar oftar og sjá hvort hann geti leyst þessa stöðu og fyllt þetta skarð sem Finnur Tómas skilur eftir sig sem er gríðarlega stórt."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Rúnar Kristinsson ræðir meðal annars um aðstoðarþjálfara málin hjá KR-ingum.
Athugasemdir