Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   þri 20. febrúar 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jota og Jones missa báðir af úrslitaleiknum á sunnudag
Diogo Jota og Curtis Jones munu báðir missa af úrslitaleik deildabikarsins á sunnudag.

Liverpool mætir Chelsea í úrslitaleiknum en Liverpool er í meiðslavandræðum fyrir leikinn.

Jota og Jones meiddust báðir í sigrinum gegn Brentford um síðustu helgi, og það er alveg ljóst að þeir ná ekki úrslitaleiknum. Jota verður frá í meira en mánuð en það er enn óljóst hversu lengi Jones verður á meiðslalistanum.

Liverpool verður einnig án Trent Alexander-Arnold í úrslitaleiknum og þá eru Dominik Szoboszlai og Alisson mjög tæpir fyrir leikinn.

Thiago Alcantara, Stefan Bajcetic, Joel Matip og Ben Doak eru þá allir að glíma við langtímameiðsli.

Liverpool er í miklum meiðslavandræðum en eru samt sem áður sigurstranglegri aðilinn fyrir úrslitaleikinn.
Enski boltinn - Mjög spennandi barátta og sjóðheitur Höjlund
Athugasemdir
banner
banner