PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   þri 20. febrúar 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Messi leiðrétti rangfærslur með myndbandsupptöku
Stjórnendur Inter Miami fögnuðu komu Lionel Messi til félagsins dátt.
Stjórnendur Inter Miami fögnuðu komu Lionel Messi til félagsins dátt.
Mynd: EPA
Messi fór vel af stað í Bandaríkjunum.
Messi fór vel af stað í Bandaríkjunum.
Mynd: Getty Images
Argentínska fótboltagoðsögnin Lionel Messi hefur sent kínverskum fótboltaáhugamönnum útskýringu á því hvers vegna hann kom ekki við sögu í æfingaleik hjá Inter Miami gegn draumaliði Hong Kong.

Messi var ónotaður varamaður en hann var að glíma við meiðsli og kom þess vegna ekki við sögu. Kínverjar voru æfir út í Messi og aflýstu yfirvöld í kjölfarið tveimur æfingaleikjum argentínska landsliðsins sem áttu að fara fram í Kína.

   14.02.2024 09:00
Kínverjar hefna sín á Messi: Aflýsa landsleikjum Argentínu


„Hæ, ég hef lesið og heyrt ýmsa hluti eftir leikinn í Hong Kong og vildi taka upp þetta myndband til að gefa ykkur útskýringu á því sem raunverulega gerðist," segir Messi á myndbandsupptöku og heldur áfram í tvær mínútur til viðbótar.

„Ég hef heyrt sögur um að ég hafi neitað að spila af pólitískum ástæðum en það er ekkert til í því, annars væri ég ekki búinn að koma svona oft til Japan og Kína frá upphafi fótboltaferilsins. Ég hef átt í mjög góðum samskiptum við kínversk yfirvöld og unnið að ýmsum verkefnum í landinu. Ég hef oft spilað í Kína og aldrei neitað að taka þátt.

„Ég var meiddur en ég reyndi samt að spila leikinn í Hong Kong. Ég gerði mitt besta til að vera til staðar fyrir áhorfendur sem vildu sjá mig spila fótbolta en ég náði ekki að jafna mig tímanlega. Ég vildi spila þennan leik til að hjálpa að koma mér aftur í leikform en ég gat það ekki. Mér leið aðeins betur nokkrum dögum síðar og þess vegna gat ég komið inn af bekknum í Japan."


Lionel Messi's explanation to Chinese people on his absence in the friendly game
byu/OPchainsaw insoccer

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner