Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 20. apríl 2021 17:00
Magnús Már Einarsson
Akil de Freitas í Kormák/Hvöt (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Kormákur/Hvöt hefur fengið sóknarmanninn reynda Akil de Freitas í sínar raðir fyrir átökin í 4. deildinni í sumar.

Akil er 34 ára gamall en hann kemur frá Trinidad & Tobago.

Akil þekkir vel til í íslenska boltanum en hann spilaði í 2. deildinni með Sindra, Vestra og Völsungi á árunum 2017 til 2019.

Kormákur/Hvöt hefur verið nálægt því að komast upp úr 4. deildinni undanfarin ár en á dögunum fékk félagið þrjá spænska leikmenn í sínar raðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner