Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 20. júní 2019 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
4. deild: Ísbjörninn með sinn fyrsta sigur - Ýmir skoraði átta
Mynd: Ísbjörninn
Fjórir leikir fóru fram í 4. deild í kvöld.

A-riðill
Þrír þeirra fóru fram í A-riðli. Ísbjörninn tryggði sér sinn fyrsta sigur í sumar þegar liðið kom til baka úr stöðunni 2-1 gegn Vatanliljum og sigraði 2-3.

Ýmir valtaði yfir Mídas, 8-0. Eiður Gauti Sæbjörnsson skoraði fimm mörk fyrir Ými í leiknum. Þá gerðu SR og Árborg 1-1 jafntefli.

Árborg hefur 13 stig í öðru sæti, Ýmir hefur tólf stig í þriðja sæti, SR hefur átta stig í fjórða sæti, Mídas hefur sex stig í sjötta sæti, Vatnaliljur hafa þrjú stig í sjöunda sæti og Ísbjörninn er komið með þrjú stig en er enn í neðsta sæti riðilsins.

Vatnaliljur 2-3 Ísbjörninn
1-0 Niels Jensen ('35)
1-1 Sigurður Jakobsson ('46)
2-1 Victor Páll Sigurðsson ('52)
2-2 Þorlákur Ingi Sigmarsson ('58)
2-3 Baba Bangoura ('76)

Ýmir 8-0 Mídas
1-0 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('16)
2-0 Birgir Ólafur Helgason ('29, víti)
3-0 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('34)
4-0 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('41)
5-0 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('72)
6-0 Birgir Magnússon ('84)
7-0 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('86)
8-0 Sölvi Víðisson ('89)

SR 1-1 Árborg
0-0 ('4, klúðrað víti Árborg)
0-0 ('43, klúðrað víti Árborg)
1-0 Nik Anthony Chamberlain ('46)
1-1 Hartmann Antonsson ('57)

C-riðill
Þá var einn leikur í C-riðli. Berserkir létu það ekki á sig fá að lenda 0-1 undir gegn Fenri og svöruðu með þremur mörkum. Berserkir höfðu fyrir leikinn í kvöld tapað tveimur leikjum í röð. Berserkir hafa níu stig í þriðja sæti riðilsins en Fenrir er með þrjú stig í neðsta sæti riðilsins.

Berserkir 3-1 Fenrir
0-1 Andri Már Ágústsson ('30)
1-1 Atli Már Grétarsson ('45)
2-1 Stefán Ragnar Guðlaugsson ('56) (víti)
3-1 Gunnar Jökull Johns ('67)
Rautt Spjald: Sigurður Kristján Grímlaugsson (Fenrir)('90)

Athugasemdir
banner
banner