
Aftur tapaði Ísland á svekkjandi hátt, nú gegn virkilega öflugu portúgölsku landsliði. Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið í lok leiksins en Ísland hafði þá misst Willum Þór Willumsson af velli með rautt spjald.
Alfons Sampsted kom inn af bekknum á 79. mínútu.
Alfons Sampsted kom inn af bekknum á 79. mínútu.
Lestu um leikinn: Ísland 0 - 1 Portúgal
„Þetta var erfiður tímapunktur til að koma inná, þeir voru farnir að þreyta okkur meira og meira," segir Alfons.
„Leiðinlegt hvernig leikurinn breytist við rauða spjaldið og þetta mark. Ég held að við getum þó verið sammála um að þetta hafi verið jákvæð frammistaða."
Alfons byrjaði gegn Slóvökum en var settur á bekkinn fyrir þennan leik.
„Ég er alltaf svekktur þegar ég er ekki að byrja, ég vil vera inná vellinum. En ég var klár í að skila mínu verki af bekknum," segir Alfons en í viðtalinu ræðir hann meðal annars um sigurmark portúgalska liðsins en fyrst var flögguð rangstaða.
Athugasemdir