Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   mán 20. júlí 2015 22:02
Valur Páll Eiríksson
Arnar Grétars: Vildi síður koma í þetta viðtal
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ekki bara vonbrigði fyrir mig heldur fyrir alla í kringum félagið og ég held kannski allra mest fyrir þá sem voru inná. Því þeir vita að þeir geta gert mun betur og ég held að það hafi gert gæfumuninn í dag, það voru of margir að spila undir getu." sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 0-1 tap sinna manna gegn Fylki í kvöld en Blikar gátu með sigri farið upp í 2. sætið, stigi á eftir KR sem þeir mæta í næstu umferð.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 Fylkir

„Leikurinn sjálfur kom mér ekkert á óvart. Að þeir myndu liggja til baka og vera dýrvitlausir og láta finna fyrir sér og keyra í okkur og brjóta á okkur trekk í trekk. Það var í raun og veru uppleggið og reyna svo að sækja hratt. Albert er náttúrulega drullugóður senter og þarf lítinn tíma og er öskufljótur. Skorar frábært mark eftir eitt af hraðaupphlaupunum. Ég er auðvitað vonsvikinn með það en svona er þetta stundum." sagði Arnar.

„Leikmenn sem hafa verið að gera frábæra hluti hingað til áttu bara off dag, og það kemur fyrir en það voru bara of margir sem áttu off dag í dag. Það er blóðugt í þeirri stöðu að geta komið sér í annað sætið og vænlega stöðu fyrir næsta leik."

„Þetta er auðvitað drullufúlt og ég vildi síður koma í þetta viðtal, ég get alveg sagt ykkur það en svona er þetta bara og ég er nokkuð viss um það að það verða einhverjir sem eiga erfitt með svefn í nótt."

Arnar var svo spurður út í Þorstein Má Ragnarsson en það kom út yfirlýsing frá KR sem sagði að hann yrði áfram í þeirra herbúðum en hann hafði verið mikið orðaður við Blika.

„Þetta var búið að vera mikið í loftinu og mikill sirkus í kringum það en hann er búinn að taka ákvörðun og ég óska honum bara alls hins besta með KR áfram og það er bara eins og það er."

Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan.
Athugasemdir
banner
banner