Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
   mán 20. júlí 2015 22:02
Valur Páll Eiríksson
Arnar Grétars: Vildi síður koma í þetta viðtal
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ekki bara vonbrigði fyrir mig heldur fyrir alla í kringum félagið og ég held kannski allra mest fyrir þá sem voru inná. Því þeir vita að þeir geta gert mun betur og ég held að það hafi gert gæfumuninn í dag, það voru of margir að spila undir getu." sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 0-1 tap sinna manna gegn Fylki í kvöld en Blikar gátu með sigri farið upp í 2. sætið, stigi á eftir KR sem þeir mæta í næstu umferð.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 Fylkir

„Leikurinn sjálfur kom mér ekkert á óvart. Að þeir myndu liggja til baka og vera dýrvitlausir og láta finna fyrir sér og keyra í okkur og brjóta á okkur trekk í trekk. Það var í raun og veru uppleggið og reyna svo að sækja hratt. Albert er náttúrulega drullugóður senter og þarf lítinn tíma og er öskufljótur. Skorar frábært mark eftir eitt af hraðaupphlaupunum. Ég er auðvitað vonsvikinn með það en svona er þetta stundum." sagði Arnar.

„Leikmenn sem hafa verið að gera frábæra hluti hingað til áttu bara off dag, og það kemur fyrir en það voru bara of margir sem áttu off dag í dag. Það er blóðugt í þeirri stöðu að geta komið sér í annað sætið og vænlega stöðu fyrir næsta leik."

„Þetta er auðvitað drullufúlt og ég vildi síður koma í þetta viðtal, ég get alveg sagt ykkur það en svona er þetta bara og ég er nokkuð viss um það að það verða einhverjir sem eiga erfitt með svefn í nótt."

Arnar var svo spurður út í Þorstein Má Ragnarsson en það kom út yfirlýsing frá KR sem sagði að hann yrði áfram í þeirra herbúðum en hann hafði verið mikið orðaður við Blika.

„Þetta var búið að vera mikið í loftinu og mikill sirkus í kringum það en hann er búinn að taka ákvörðun og ég óska honum bara alls hins besta með KR áfram og það er bara eins og það er."

Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan.
Athugasemdir
banner
banner