Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 20. júlí 2015 22:02
Valur Páll Eiríksson
Arnar Grétars: Vildi síður koma í þetta viðtal
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ekki bara vonbrigði fyrir mig heldur fyrir alla í kringum félagið og ég held kannski allra mest fyrir þá sem voru inná. Því þeir vita að þeir geta gert mun betur og ég held að það hafi gert gæfumuninn í dag, það voru of margir að spila undir getu." sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 0-1 tap sinna manna gegn Fylki í kvöld en Blikar gátu með sigri farið upp í 2. sætið, stigi á eftir KR sem þeir mæta í næstu umferð.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 Fylkir

„Leikurinn sjálfur kom mér ekkert á óvart. Að þeir myndu liggja til baka og vera dýrvitlausir og láta finna fyrir sér og keyra í okkur og brjóta á okkur trekk í trekk. Það var í raun og veru uppleggið og reyna svo að sækja hratt. Albert er náttúrulega drullugóður senter og þarf lítinn tíma og er öskufljótur. Skorar frábært mark eftir eitt af hraðaupphlaupunum. Ég er auðvitað vonsvikinn með það en svona er þetta stundum." sagði Arnar.

„Leikmenn sem hafa verið að gera frábæra hluti hingað til áttu bara off dag, og það kemur fyrir en það voru bara of margir sem áttu off dag í dag. Það er blóðugt í þeirri stöðu að geta komið sér í annað sætið og vænlega stöðu fyrir næsta leik."

„Þetta er auðvitað drullufúlt og ég vildi síður koma í þetta viðtal, ég get alveg sagt ykkur það en svona er þetta bara og ég er nokkuð viss um það að það verða einhverjir sem eiga erfitt með svefn í nótt."

Arnar var svo spurður út í Þorstein Má Ragnarsson en það kom út yfirlýsing frá KR sem sagði að hann yrði áfram í þeirra herbúðum en hann hafði verið mikið orðaður við Blika.

„Þetta var búið að vera mikið í loftinu og mikill sirkus í kringum það en hann er búinn að taka ákvörðun og ég óska honum bara alls hins besta með KR áfram og það er bara eins og það er."

Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan.
Athugasemdir