Arsenal reynir við Kounde - Vardy orðaður við Wrexham - Antony gæti verið áfram hjá Betis
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
   mán 20. júlí 2015 22:02
Valur Páll Eiríksson
Arnar Grétars: Vildi síður koma í þetta viðtal
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ekki bara vonbrigði fyrir mig heldur fyrir alla í kringum félagið og ég held kannski allra mest fyrir þá sem voru inná. Því þeir vita að þeir geta gert mun betur og ég held að það hafi gert gæfumuninn í dag, það voru of margir að spila undir getu." sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 0-1 tap sinna manna gegn Fylki í kvöld en Blikar gátu með sigri farið upp í 2. sætið, stigi á eftir KR sem þeir mæta í næstu umferð.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 Fylkir

„Leikurinn sjálfur kom mér ekkert á óvart. Að þeir myndu liggja til baka og vera dýrvitlausir og láta finna fyrir sér og keyra í okkur og brjóta á okkur trekk í trekk. Það var í raun og veru uppleggið og reyna svo að sækja hratt. Albert er náttúrulega drullugóður senter og þarf lítinn tíma og er öskufljótur. Skorar frábært mark eftir eitt af hraðaupphlaupunum. Ég er auðvitað vonsvikinn með það en svona er þetta stundum." sagði Arnar.

„Leikmenn sem hafa verið að gera frábæra hluti hingað til áttu bara off dag, og það kemur fyrir en það voru bara of margir sem áttu off dag í dag. Það er blóðugt í þeirri stöðu að geta komið sér í annað sætið og vænlega stöðu fyrir næsta leik."

„Þetta er auðvitað drullufúlt og ég vildi síður koma í þetta viðtal, ég get alveg sagt ykkur það en svona er þetta bara og ég er nokkuð viss um það að það verða einhverjir sem eiga erfitt með svefn í nótt."

Arnar var svo spurður út í Þorstein Má Ragnarsson en það kom út yfirlýsing frá KR sem sagði að hann yrði áfram í þeirra herbúðum en hann hafði verið mikið orðaður við Blika.

„Þetta var búið að vera mikið í loftinu og mikill sirkus í kringum það en hann er búinn að taka ákvörðun og ég óska honum bara alls hins besta með KR áfram og það er bara eins og það er."

Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan.
Athugasemdir
banner