Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
   mið 20. ágúst 2025 12:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Gylfi sé í forhóp hjá landsliðinu
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson kemur til greina í landsliðshópinn fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM. Fyrstu leikirnir eru í byrjun september þegar við mætum Aserbaídsjan heima og Frakklandi úti.

Gylfi, sem er að verða 36 ára í september, hefur ekki átt gott tímabil með Víkingi en kemur samt sem áður til greina í hópinn samkvæmt því sem kom fram í hlaðvarpinu Þungavigtinni.

„Þú þarft alltaf að gefa einhvern forhóp til að tilkynna félögunum að menn séu í hóp. Ég fór í hjólatúr í Fossvoginn og sá þar nafn á blaði. Gylfi Þór Sigurðsson er í forhópnum," sagði Kristján Óli Sigurðsson.

„Evrópuframmistaðan hefur kannski komið honum þangað. Ekki deildarframmistaðan. Í Bröndby leiknum heima var hann yfirburðarmaður á vellinum. Jói Berg er tæpur."

Gylfi er markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins en hann spilaði síðast landsleik í október í fyrra.
Athugasemdir