sun 20. september 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Mikið undir á Grenivík
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það eru fimm leikir á dagskrá í íslenska boltanum í dag og hefst fjörið fyrir hádegi.

Vestri tekur þá á móti Leikni F. í Lengjudeild karla á sama tíma og Haukar mæta Völsungi í Lengjudeild kvenna.

Karlamegin þarf Leiknir sigur í fallbaráttunni á meðan Vestri siglir lygnan sjó um miðja deild, sjö stigum frá toppbaráttunni.

Hjá konunum er mikið undir þar sem Haukar þurfa sigur til að halda í við Keflavík í baráttunni um 2. sætið. Völsungur vermir botnsæti deildarinnar með þrjú stig eftir tólf umferðir.

Magni og Leiknir R. eigast svo við í Lengjudeild karla síðar í dag og eru tveir leikir á dagskrá í 2. deild kvenna.

Mikið er í húfi á Grenivík þar sem Magni þarf sigur í botnbaráttunni á meðan Leiknismenn þurfa sigur í toppbaráttunni.

Lengjudeild karla
11:00 Vestri-Leiknir F. (Olísvöllurinn)
16:00 Magni-Leiknir R. (Grenivíkurvöllur)

Lengjudeild kvenna
11:00 Haukar-Völsungur (Ásvellir)

2. deild kvenna
14:00 Fjarðab/Höttur/Leiknir-Álftanes (Fjarðabyggðarhöllin)
14:00 Grindavík-Fram (Grindavíkurvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner