Thomas Tuchel hefur gert magnaða hluti með Chelsea eftir að hann tók við liðinu af Frank Lampard snemma á þessu ári.
Hann vann Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabilinu og liðið lítur út fyrir að vera ógnarsterkt fyrir þetta tímabil.
Chelsea hefur farið vel af stað og er jafnt Manchester United og Liverpool að stigum á toppi deildinnar.
Síðan Þjóðverjinn tók við liðinu hefur Chelsea oftar haldið hreinu í úrvalsdeildinni heldur en mörkin sem það hefur fengið á sig. Ótrúleg tölfræði.
Liðið hefur haldið fimmtán sinnum hreinu í deildinni undir stjórn Tuchel og aðeins fengið á sig fjórtán mörk. Sá hefur tekið til í varnarleiknum hjá þeim bláklæddu.
Chelsea have now kept more clean sheets (15) than they have conceded goals (14) in the Premier League under Thomas Tuchel. 🤯 pic.twitter.com/KeaDNUKdDY
— Squawka Football (@Squawka) September 19, 2021
Athugasemdir