Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
   mið 20. september 2023 22:15
Stefán Marteinn Ólafsson
Benoný Breki: Við ætluðum bara að sækja á þá og skora
Benoný Breki Andrésson byrjaði endurkomu KR í kvöld.
Benoný Breki Andrésson byrjaði endurkomu KR í kvöld.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Það var mikið fjör í kvöld þegar KR heimsóttu nýkringda bikarmeistara Víkings í Víkinni í kvöld í lokaleik 1.umferðar Bestu deildar - efri hluta. 

Víkingar þurftu á sigri að halda til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn endanlega en KR náðu í gott stig og frestuðu því partýi um stunda að minnska kosti.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 KR

„Við komum bara miklu sterkari inn í seinni hálfleikinn og ætluðum okkur bara að koma okkur tilbaka sama hvort það var bara eitt stig eða þrjú stig og við erum bara ánægðir með að fá stig úr þessum leik." Sagði Benoný Breki Andrésson framherji KR en hann skoraði fyrra mark KR snemma í leiknum og hóf endurkomuna.

„Við vorum ekkert verri í fyrri hálfleik, það voru bara fast leikatriði og skítamark þarna og við þurftum bara að nýta okkar færi betur á síðasta þriðjung og við gerðum það." 

KR minnkuðu muninn strax á 53.mín í leiknum og það gaf KR mikið sjálfstraust fyrir framhaldið í leiknum.

„Það var virkilega sterkt. Það gefur okkur boost og sýnir að það er nóg eftir og að við getum gert allt." 

KR skoraði tvö keimlík mörk í leiknum gegn Víkingum en Benoný Breki vildi þó ekki meina að þetta hafi verið eitthvað sem var sérstaklega stílað á í undirbúningi.

„Nei svo sem ekki, við ætluðum bara að sækja á þá og skora og við ætluðum að koma okkur tilbaka og það var markmiðið."

Nánar er rætt við Benoný Breka Andrésson í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner