Það var mikið fjör í kvöld þegar KR heimsóttu nýkringda bikarmeistara Víkings í Víkinni í kvöld í lokaleik 1.umferðar Bestu deildar - efri hluta.
Víkingar þurftu á sigri að halda til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn endanlega en KR náðu í gott stig og frestuðu því partýi um stunda að minnska kosti.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 2 KR
„Við komum bara miklu sterkari inn í seinni hálfleikinn og ætluðum okkur bara að koma okkur tilbaka sama hvort það var bara eitt stig eða þrjú stig og við erum bara ánægðir með að fá stig úr þessum leik." Sagði Benoný Breki Andrésson framherji KR en hann skoraði fyrra mark KR snemma í leiknum og hóf endurkomuna.
„Við vorum ekkert verri í fyrri hálfleik, það voru bara fast leikatriði og skítamark þarna og við þurftum bara að nýta okkar færi betur á síðasta þriðjung og við gerðum það."
KR minnkuðu muninn strax á 53.mín í leiknum og það gaf KR mikið sjálfstraust fyrir framhaldið í leiknum.
„Það var virkilega sterkt. Það gefur okkur boost og sýnir að það er nóg eftir og að við getum gert allt."
KR skoraði tvö keimlík mörk í leiknum gegn Víkingum en Benoný Breki vildi þó ekki meina að þetta hafi verið eitthvað sem var sérstaklega stílað á í undirbúningi.
„Nei svo sem ekki, við ætluðum bara að sækja á þá og skora og við ætluðum að koma okkur tilbaka og það var markmiðið."
Nánar er rætt við Benoný Breka Andrésson í spilaranum hér fyrir ofan.