Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   mið 20. september 2023 22:15
Stefán Marteinn Ólafsson
Benoný Breki: Við ætluðum bara að sækja á þá og skora
Benoný Breki Andrésson byrjaði endurkomu KR í kvöld.
Benoný Breki Andrésson byrjaði endurkomu KR í kvöld.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Það var mikið fjör í kvöld þegar KR heimsóttu nýkringda bikarmeistara Víkings í Víkinni í kvöld í lokaleik 1.umferðar Bestu deildar - efri hluta. 

Víkingar þurftu á sigri að halda til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn endanlega en KR náðu í gott stig og frestuðu því partýi um stunda að minnska kosti.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 KR

„Við komum bara miklu sterkari inn í seinni hálfleikinn og ætluðum okkur bara að koma okkur tilbaka sama hvort það var bara eitt stig eða þrjú stig og við erum bara ánægðir með að fá stig úr þessum leik." Sagði Benoný Breki Andrésson framherji KR en hann skoraði fyrra mark KR snemma í leiknum og hóf endurkomuna.

„Við vorum ekkert verri í fyrri hálfleik, það voru bara fast leikatriði og skítamark þarna og við þurftum bara að nýta okkar færi betur á síðasta þriðjung og við gerðum það." 

KR minnkuðu muninn strax á 53.mín í leiknum og það gaf KR mikið sjálfstraust fyrir framhaldið í leiknum.

„Það var virkilega sterkt. Það gefur okkur boost og sýnir að það er nóg eftir og að við getum gert allt." 

KR skoraði tvö keimlík mörk í leiknum gegn Víkingum en Benoný Breki vildi þó ekki meina að þetta hafi verið eitthvað sem var sérstaklega stílað á í undirbúningi.

„Nei svo sem ekki, við ætluðum bara að sækja á þá og skora og við ætluðum að koma okkur tilbaka og það var markmiðið."

Nánar er rætt við Benoný Breka Andrésson í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner