mið 20. október 2021 22:26
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Góður sigur Fulham - WBA tapaði fyrir Swansea
Aleksandar Mitrovic skoraði fyrir Fulham
Aleksandar Mitrovic skoraði fyrir Fulham
Mynd: Getty Images
Swansea vann 2-1 sigur á WBA
Swansea vann 2-1 sigur á WBA
Mynd: Getty Images
Þrettándu umferð ensku B-deildarinnar kláraðist í kvöld með sjö leikjum en Fulham er komið upp í annað sæti deildarinnar eftir 2-0 sigur á Cardiff City.

Tom Cairney og Aleksandar Mitrovic skoruðu á sex mínútna kafla fyrir Fuhalm á Craven Cottage er liðið mætti Cardiff í dag og unnu þar með góðan sigur.

Fulham er komið í upp í 2. sætið með 26 stig, fimm stigum á eftir toppliði Bournemouth. WBA steig þá feilspor gegn Swansea og tapaði 2-1 í Wales.

Daníel Leó Grétarsson og félagar í Blackpool lentu 2-0 undir gegn Reading en náðu að koma til baka og vinna leikinn 3-2, með sigurmarki úr víti á 86. mínútu. Daníel var ekki í hópnum hjá Blackpool sem situr í 12. sæti deildarinnar með 18 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Fulham 2 - 0 Cardiff City
1-0 Tom Cairney ('56 )
2-0 Aleksandar Mitrovic ('62 )

Huddersfield 0 - 0 Birmingham

Hull City 1 - 2 Peterborough United
0-1 Jack Taylor ('43 )
1-1 Josh Magennis ('45 )
1-2 Siriki Dembele ('72 )

Middlesbrough 2 - 0 Barnsley
1-0 Andraz Sporar ('20 )
2-0 Matt Crooks ('87 )

Preston NE 2 - 1 Coventry
0-1 Tyler Walker ('45 )
1-1 Patrick Bauer ('61 )
2-1 Emil Riis Jakobsen ('69 )

Swansea 2 - 1 West Brom
0-1 Karlan Grant ('1 )
1-1 Joel Piroe ('61 )
2-1 Jamie Paterson ('83 )

Reading 2 - 3 Blackpool
1-0 Scott Dann ('11 )
2-0 Tom Dele-Bashiru ('21 )
2-1 Owen Dale ('69 )
2-2 Jerry Yates ('73 )
2-3 Jerry Yates ('86 , víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner