banner
   sun 21. febrúar 2021 15:36
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Arsenal og Manchester City: Alls tíu breytingar - De Bruyne byrjar
Mynd: Getty Images
Þriðji leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni er alvöru viðureign en þá koma Pep Guardiola og lærisveinar hans í Manchester City í heimsókn til London og taka á móti Arsenal á Emirates leikvangnum.

Arsenal lék mjög vel í síðasta deildarleik sínum en liðið skoraði þá fjögur mörk gegn tveimur frá Leeds og vann öruggan sigur. Pierre-Emerick Aubameyang gerði þrennu fyrir heimamenn.

Manchester City hefur verið óstöðvandi upp á síðkastið en liðið átti ekki í neinum vandræðum með Everton á Goodison Park fyrir fjórum dögum. Leiknum lauk með 1-3 sigri City.

Mikel Arteta gerir alls fimm breytingar frá sigrinum góða gegn Leeds. Rob Holding, Pablo Mari, Kieran Tierney og Elneny koma allir inn í liðið hjá heimamönnum.

Það einnig fimm breytingar á byrjunarliðið City frá síðasta deildarleik þeirra. John Stones, Zinchenko, Fernandinho, Ilkay Gundogan og Kevin De Bruyne byrja allir.

Arsenal: Leno, Bellerin, Holding, Mari, Tierney, Elneny, Xhaka, Saka, Odegaard, Pepe, Aubameyang.

Varamenn: Ryan, Cedric, Luiz, Gabriel, Ceballos, Lacazette, Willian, Rowe, Martinelli.

Manchester City: Ederson, Cancelo, Dias, Stones, Zinchenko, Fernandinho, Gundogan, Bernardo, Mahrez, De Bruyne, Sterling

Varamenn: Steffen, Walker, Jesus, Aguero, Laporte, Rodrigo, Torres, Mendy, Foden.
Athugasemdir
banner
banner
banner